Nú er HM búið, ekki laust við að einhver tómleika tilfinning sitji eftir í manni. Í heilan mánuð var þessi snilld búin að vera á dagskránni. Fyrst voru það 3 leikir á dag + 442 sem fór yfir þetta allt saman. Kallinn var í fríi á þessum tíma, hjólið bilað og þetta einhvernveginn bjargaði mótorhjólagrenjinu.
En núna, mánuði síðar er bara allt búið… Hvað á maður að gera??? Er von að maður spyrji sig.
Úrslitaleikurinn var snilld. Ítalía vs Frakkland. Inter maðurinn og varnartröllið Marco Materazzi stal senunni. Lét dæma á sig víti, skoraði með skalla, fiskaði Zizou útaf og skoraði svo örugglega úr vítaspyrnunni sinni í vítaspyrnukeppninni… SNILLINGUR. Svanasöngur Zidanes sem lengi verður í minnum hafður… Kodak moment þegar gamli labbar niðurlútur framhjá HM styttunni frekar skömmustulegur.
FORZA INTER og FORZA ITALIA
Þangað til næst….