Nýr mánuður

Það er kominn september, haustið komið svona formlega, Pabbi minn búinn að eiga afmæli og ég veit ekki hvað og hvað.

Er einhver þarna úti sem á stingsög til að lána mér??? Eða kann að tengja uppþvottavél???

Nú er nefninlega elskulega og sæta konan mín orðin dálítið, og þegar ég segi dálítið þá meina ég all svakalega þreytt á mér. Enda er maður nú ekki mikill iðnaðarmaður í sér. En málið er það að við hjónaleysin fengum fínustu uppþvottavél í jólagjöf… hmpf, já jólagjöf fyrir rúmlega 8 mánuðum síðan. Og málið er að það þarf að saga aðeins úr innréttingunni fyrir henni og svo þarf að sjálfsögðu að tengja kvikindið. Og til þess að tengja kvikindið þarf að skrúfa vatnið af stigaganginum og þetta er einhvern veginn ofar mínum skilning. Vissulega gæti ég álpast niður í kjallara og skrúfað fyrir einhverja krana án þess að ég hafi hugmynd um hvað maður er að gera og farið svo upp og rifið pípurnar undir vaskinum í sundur og vonað það besta en í þessu tilfelli vil ég frekar hafa einhvern kunnáttu mann í þessu með mér. Það vill nú til að annar hver maður í Vatnsberunum er pípari þannig að nú er bara spurning hver bíður sig fram???

Hérna er sæta konan mín og það sem kemur svo…

Þangað til næst….

One thought on “Nýr mánuður

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s