Ég var helvíti seigur í gær. Var svolítið sloj og þreyttur en fyrr má nú helvítis vera. Rúna mín var búin að græja grjónagraut og með allt klárt þegar kallinn kemur heim. Fínt mál. Ég borða með familíunni, horfi á fréttir og fer svo með guttann inn í herbergi til að svæfa… Það vildi bara svo til að við feðgarnir steinsofnuðum saman kl átta. Ég ranka við mér um níu leytið til að senda Soffa litla sms um að ég komist ekki með honum í bíó, tannbursta mig og fer svo bara í bælið. Ranka svo við mér kl sex þrjátíu í morgun alveg eiturhress… Úff hvað ég svaf mikið, kannski þurfti ég á þessu að halda, hver veit. Ætla samt að reyna við bíóið aftur í kvöld.
Svo á hann Hörður Pálsson stórvinur minn, stórafmæli í dag. Árin orðin heil 30. Til hamingju með daginn kallinn minn.
Reynið að finna Hödda á myndunum (Hægt að stækka), kallinn er alltaf þessi svali í Ghostbuster jogging gallanum
Þangað til næst….