Nú er komin rúm vika síðan ég var í þessari bévítans aðgerð og ég er ennþá tussu illt í hendinni. Ætlaði að vera fokking harður og hætta að taka verkjalyf en það dugði í c.a. hálftíma því þá var jaxlinn farinn að emja yfir verkjum. Þetta er samt allt á réttri leið og ég reikna með að tussast í vinnuna fljótlega, enda kominn tími til. Ef að Rúna getur hjálpað mér í bað og að raka mig að þá er ég gút tú gó, þ.e. ef að ég get mætt í joggingbuxunum í vinnuna, efast um að ég geti farið í gallabuxur eða einhverjar álíka buxur út af skurðinum á mjöðminni… en það kemur í ljós.
Á meðan ég lá uppdópaður í Grundarfirði þá náði ég að komast yfir talsvert mikið af gláp efni sem hafði farið fram hjá mér og nú mun ég fara yfir það svona í rólegheitunum.
Band of brothers:
Horfði á þessa seríu og þvílík snilld. Djöfull flott hjá Spílberg að gefa svona út. Hafði áður séð einn og einn þátt en það er miklu svalara að horfa á þetta allt í einu. Sjá herför Easy company um frakkland og inní þýskaland. 8 ræpur af 10 mögulegum
Black Books
Dylan Moran og Bill Bailey fara á kostum sem Bernard L Black og furðulega sædkikkið hans hann Manny. Ógeðslega fyndnir þættir. 9 ræpur af 10 mögulegum
Lucky nr Slevin
Flott ræma sem kemur á óvart. Virkilega töff mynd. 8 ræpur af 10 mögulegum
The long weekend
Fyrirsjáanleg ræma með Suck me beautyful fíflinu úr american pæ. Alltílagi stöff en mikið notast við fyndnar klippur sem maður hefur séð ótal oft á netinu. 5 ræpur af 10 mögulegum
Billy Connolly two night stand
Snillingur hann Billy Connolly. Lyfti mér upp á þungum degi. 8 ræpur af 10 mögulegum
Jarhead
Íraksstríðið 90, Jake Gyllenhal leikur nautheimskan strákling sem fer í stríðið og er við það að missa það af því að hann fær ekki að skjóta neinn. Lala. 6 ræpur af 10 mögulegum
16 Blocks
Bruce Willis leikur gamlan over the hill, haltan og drykkfelldan löggukall sem fær samviskubit á háu stigi fyrir að vera svona spilltur. Tekur að sér að flytja negradurg nokkrar húsalengdir og er næstum því drepinn við það. mellufínt svosem. 7 ræpur af 10 mögulegum
Þangað til næst….
Þú getur bara sjálfur verið fáviti.
Það er aldeilis að þú ert búinn að afkasta!! Vonandi fer þér nú að líða betur, verðiði í bænum um helgina??
Mjamm, við verðum á okkar stað. Þú ert velkomin til okkar ef þú hefur tíma 😉
Mér gengur reynar mjög illa að komast í bæinn en ég ætla að reyna að kíkja á ykkur ef ég get 🙂