Góður dagur í dag

Þessi dagur var með þeim betri verð ég að segja. Fyrir það fyrsta þá leyfði sæta góða konan mín mér að sofa út í morgun. Hún tók Kristján Frey með sér í ræktina og ég náði að kúra alveg til kl 11. Þá komu þau tvö heim og ég var rekinn í sturtu því við vorum á leið í afmæli hjá Adam Inga.

Kom svo heim rétt rúmlega 2, kveikti á sjónvarpinu, var rétt búinn að horfa í 1 mínútu þegar Wayne Rooney kemur United í 1-0 á móti Bolton. Snilldar leikur sem endaði með 4-0 sigri Man Utd og Rooney með þrennu.

Svo vorum við Kristján bara heima að dunda okkur á meðan Rúna var úti að leika sér. Svo kom Rúna heim og fór að elda þessa líka þvílíku steik á meðan ég horfði á mína menn í Inter vinna AC Milan 4-3 í einum geðveikasta leik sem ég hef horft á lengi. Sjiiiiittttt.

Svo endaði ég kvöldið á að fara með Soffa og Rutlu á Jackass 2 og jesús minn hvað ég hló mikið. Ég er með fokking harðsperrur í maganum eftir þetta. Þetta er ógeðslega, ógeðslega fyndin mynd. Mæli með henni…

Þangað til næst….

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s