Jólin að koma

Alltaf á þessum árstíma, þegar menn konur og börn eru að missa sig í einhverri geðveiki, fyllist ég einhverri óskiljanlegri þreytu. Ekki það að ég sé að sofa of lítið eða vinna of mikið nei nei, það er bara eitthvað við alla þessa geðveiki sem þreytir mig. Kringluferð er eitt dæmi… Maður leggur af stað, kemur á áfangastað, eyðir c.a. 30 mínútum í að finna stæði, fer inní Kringlu, rekst á c.a. 49 manns sem eru á hraðferð (þetta er by the way kl 21:02), of mikið af fólki, allir að flýta sér og ég á eftir að gera ALLT… óþolandi.

Hérna er færsla sem ég skrifaði í denn um þessa yndislegu jólastemmingu sem ætti að gefa ágætis mynd af því sem mér finnst um þetta…

Djísús kræst er það eina sem mér dettur í hug núna, Ég vaknaði í gúddí fíling í morgun um 11 leytið, var búinn að plana að fara í ljós og sturtu og raka mig og tjilla aðeins eeeeenn neeeeei, það var ekki hægt. Ég vissi að ég þurfti að vesenast aðeins, var búinn að lofa að ná í pakka fyrir Benna, Pabba og svo átti ég eftir að kaupa nokkrar gjafir. Ég byrja daginn á að setjast fyrir framan tölvuna, spjalla við eitthvað lið á MSN og sona bara í gúddí fíling og þá hringir síminn. Á línunni er Benni frændi og er hann að biðja mig að redda sér aðeins, ekkert mál segi ég nú því að Benni er nú svona sirkabát búinn að redda mér svona skrilljón sinnum. En hjá Benna í þetta skiptið þurfti þetta að geras A.S.A.P þannig að öll plön mín voru þar með farin út um gluggann. Í einhverju geðveikis stressi hendist ég af stað og þar með byrjar ævintýrið.
Ég sest upp í bílinn og set í gang, byrja að bakka upp úr innkeyrslunni en kemst þá að því að ég er pikk fastur, líklega vegna þess að ég er ennþá á sumardekkjunum og þetta var svona blautur og ógeðslegur snjór sem var erfiður viðureignar. En með smá fram og aftur þjarki tekst mér að skjótast upp úr innkeyrslunni og má bara teljast heppinn að enginn var á ferli þarna því annars hefði nú farið illa, töluvert var farið að síga í mig þegar þarna var komið við sögu en ég var fljótur að gleyma því þegar ég setti Muse á fóninn (geislann). Byrja að fara og ná í Benedikt Búálf niður í morgunblaðshús fyrir Adam Inga litla frænda, mikil traffík og mikill pirringur, því næst kem ég við á BSÍ og fer í hraðbanka til að ná í pening, fer svo og hitti einhvern dúdda sem er að selja lófatölvu, borga 15.000 kr fyrir gripinn og tek svo þátt í einhverju kurteisishjali á meðan hann er eitthvað að sýna mér hvernig þessi blessaði gripur virkaði, ekki það að það kæmi mér eitthvað við því að ekki átti ég að fá þennan grip. Á þessum fimmtán mínútum sem ég varði þarna inni heyrði ég sirka tuttugu sinnum að hann væri læknanemi, líklega töluvert yngri en ég, hvað er ég að gera við líf mitt var ég farinn að hugsa. Jæja, álpast þarna út til þess að komast að því að ég hafði fest bílinn aftur í slabbi, snillingurinn ég. Tekst með smá lagni að losa hræið og hendist svo upp í EJS á Grensás til að ná í þennan jólaglaðning fyrir Uncle Benz. Því næst upp í VÍS að ná í jólaglaðninginn fyrir Mæ Óld Pop hjá honum Steina Snædal, Svo niður í BT að kaupa jólagjafir, Það má svo geta þess að umferðin í Skeifunni var skelfileg, Það mætti halda að allir í Rvík væru þar að versla, þvílíkt og annað eins. Þá hringir Onkul Benz aftur til að segja mér að ég þurfi að vesenast meira, Þeir sem hafa setið með mér í bíl vita að ég er þessi pirraða típa bakvið stýrið. URRR fer í SPRON, grýti þessari lófatölvu í bankastjórann og fer svo að finna jólagjöf HANDA MÉR frá elsku mömmu. Þegar það var búið hringir Ninnsterinn til að minna mig á að sækja buxur fyrir sig í Kringluna. GREAT, akkúrat staðurinn sem ég vildi vera á núna NOOOOOOOTTTTT. Kem við í gæludýrabúð til að kaupa gómsæti fyrir Beckham, Kemst þá að því að einhverntímann á meðan ég var sem pirraðastur að flakka hafði eitthvað HELVÍTIS FÍFL keyrt utan í bílinn MINN og stungið af. HELVÍTIS LÁGKÚRU AUMINGJA SLEFANDI HOMMI SEM RÍÐUR FLEKKÓTTUM ÞORSKUM ÍKLÆDDUR RÓSÓTTU MINIPILSI MEÐ SOKKABÖND OG SYNGUR YMCA Í C DÚR. Þar fór það, þarna sauð algjörlega uppúr hjá mér. Þegar ég var búinn að redda öllu sem var ætlast til af mér, búinn að hanga í geðveikri umferð fokking endalaust, búið að keyra á bílinn minn og stinga af, búinn að festa bílinn minn tvisvar og standa í röð í sirka 48 mínútur að þá var mér nóg boðið. Slökkti á símanum og fór heim. Bloggaði á meðan mesta reiðin er að renna úr mér. Sjitt hvað þessi helvítis jólageðveiki er mikið rugl.
Af hverju er þetta ekki eins og maður man þetta í æsku, ég og Ingvar frændi og Ninni bróðir vorum litlir, Mikil tilhlökkun að fá að fara í bæinn að versla jólagjafir, Kringlan var mest spennandi staðurinn í heiminum þar sem maður gat fengið allt sem hugurinn girndist. Mikil tilhlökkun og gleði. En núna, mikil geðveiki og pirringur, NIÐUR MEÐ JÓLIN segi ég nú bara, ég hef fengið nóg. UUUURRRRR nú er ég aftur orðinn pirraður.

Jæja, verð að fara að pakka niður því að ég er að fara í bolta og svo beint vestur. Teljandi líkur eru á að ég fótbrotni í boltanum og keyri svo á hest eða bara út af á leiðinni heim. Þannig að þið sem þekkið mig ADIOS og GL****** J**, sorry en bara get ekki sagt það á þessum tímapunkti.

Þetta er pirrandi skítur.

Þangað til næst…..

2 thoughts on “Jólin að koma

  1. pahahahaha.. 🙂 en yndisleg færsla 🙂

    Úff sem betur fer er ég alltaf bissí í prófum, þannig að enginn hefur það í sér að biðja mig um greiða 🙂

    Farðu bara í læknanám 😉

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s