Ég vil byrja á að biðja innilegrar afsökunar á því að við sendum engin jólakort þetta árið. Ástæðan fyrir því er sú að hún Rúna mín hafði svo rosalega mikið að gera í skólanum og ég sjálfur er allt of mikill sauður til að vera að standa í einhverju svona… Þetta reddast allt saman hugsanagangurinn frægi.
Fór á þorláksmessu heim, beint í afmæli til Vigga gamla sem hélt uppá 30 afmælið með stæl, og datt íða… það voru mistök.
Var þunnur á aðfangadag en braggaðist þó fljótlega eftir að við feðgarnir fórum saman á rúntinn að keyra út pakka.
Jólin voru fín… mikið étið og fullt af fínum gjöfum.
Kominn aftur í bæinn… aleinn og yfirgefinn… sniff
Þangað til næst….
Humm þunnur á jólunum…svei svei;)