Nú árið er liðið

Nú er komið að hinu árlega ársuppgjöri Tomma litla…

Janúar 2006:

Kallinn er með eindæmum bjartsýnn á lífið og skellir sér í spinning. Eitthvað stendur formið á sér og þetta spinning ævintýri fór útum þúfur og var þaggað niður í fæðingu.

Febrúar 2006:

Tomminn tekur fram mótorfákinn og byrjar að rúnta… Já í febrúar.
Vatnsberarnir taka þátt í Ragnarsmótinu og vinna fyrstu medalíuna fyrir hönd klúbbsins. Mikil gleði. Kristján freyr rakaður sköllóttur.

Mars 2006:

Lítið markvert gerðist fyrir utan að ég keypti nýja myndavél og setti inn nektarmyndir af Ninna á bloggið.

Apríl 2006:

Tommi byrjar að smakka áfengar guðaveigar í fyrsta skipti í 3 ár með vafasömum árangri. Gilli og Freyja eignast stelpu og allt í lukkunar standi.

Maí 2006:

Hópkeyrsla sniglanna, Inter ítalskur bikarmeistari og Tommi og Rúna á Mallorca. Hell je. Það var stuð.

Júní 2006:

Nýkominn til landsins og Ninni bróðir klessir hjólinu á áburðardreyfara… Djöfull.
HM í gangi sem er snilld. Kallinn opnar sig fyrir alþjóð og viðurkennir meintan áhuga á Djeims Blönt.
Kallinn setur fyrsta mark sumarsins í leik á móti Mannsa.

Júlí 2006:

Ítalía Heimsmeistarar. Kallinn setur mark nr 2 í leik á móti Moppunni og nú með skalla.
Sylvía systir eignast lítinn prins.

Ágúst 2006:

Fórum á Akureyri um versló, ég Rúna sæta og Kristján sæti. Magni byrjar að massa það í Rockstar og massar það vel. Kristján byrjar hjá Dagmömmu.

September 2006:

Fæ Danna Vatnsbera loksins til að tengja helvítis uppþvottavélina sem er búin að bíða í 9 mánuði í pappakassa á gólfinu.
Skora 3 markið mitt í lokaleik mótsins í 5-5 jafntefli. Fer svo til Manchester.

Október 2006:

Þessi mánuður byrjaði í Manchester þar sem ég sá Man Utd vinna Newcastle 2-0. Fór svo í aðgerð á hendinni og var hálf ónýtur það sem eftir lifði mánaðar. Inter vann Ac 4-3 í einum magnaðasta fótboltaleik í seinni tíð.

Nóvember 2006:

Tommi litli slær í þrítugt. Heldur uppá það með smá teiti og Bjöggi kveikir í hárinu á sér… Good times.
Fer í Ikea í Graðabæ og heiti því að fara aldrei aftur þangað… ALDREI. Sigurörn massar það í fréttunum og Tommi viðurkennir að horfa á Grey’s Anatomy… Hjáááááálp.

Desember 2006:

Byrja á að fá fáránlega skítapest og liggja óvígur eftir í eina viku. Jólaasinn að gera sig. Jólin koma með pompi og prakt og Tommi skrifar uppgjörs/áramóta pistil sem þú ert að klára að lesa núna.

Hinkrið svo við því að á næstu dögum kemur árleg áramótaspá Tommans…

Þangað til næst…..

2 thoughts on “Nú árið er liðið

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s