Fyrsta slúður ársins

Jæja… Þá er komið að fyrsta slúðri ársins og af nóg er að taka.

Heyrst hefur…

að aflakóngurinn Rúnar Magg hafi söðlað um og dembt sér út í hestamennskuna af fullum krafti. Rúnar keypti Skagfirskan gæðing fyrir metfé.

Rúnar og Faxi frá Hofi á góðri stundu

að Ninni Dittu hafi á dögunum ákveðið að brúka eitt gott skítelsi úti í guðsgrænni náttúrunni.

Ninni er hérna að klippa á síðasta hlessinginn.

að Dagmar og Rutla séu búnar að stofna pose.is klúbb sem sérhæfir sig í að pósa fallega í myndatökum

Eins og sést að þá er nóg vinna framundan hjá fýsunum.

að Viggi hafi fundið sér nýjan fararskjóta og er nú búinn að leggja rollunni margfrægu.

Viggi er hérna að leggja af stað til ólafsvíkur… hæ hó silver… awaaaaayyyyy

að Rúna Jobba sé búin að stofna kossaskóla sem á að hjálpa ungum meyjum að sinna karlviðinu

Hérna er svo hinn margfrægi koss

að Tommi og Viggi séu búnir að stofna ofurhetjuklúbb sem sérhæfi sig í að bjarga fáklæddum meyjum úr lífsháska

Hérna eru þeir félagarnir að æfa sig að fljúga eins og ofurhetjur

að Johny Holiday sé óvenju ástleytinn þessa dagana

Hérna er Frímann að gera sér dælt við 2 unga og saklausa drengi

að nýr kóngur hafi verið settur yfir Kverná. Hann mun ráða yfir allri sílaveiði við kvernárós og eiga 3 hirðfífl.

Kóngurinn frá Kverná er alltaf brosandi hress

að Big Goj hafi á dögunum fjárfest í forláta passamyndaklefa sem áður var staðsettur á Hlemmi.

Hérna er Big Goj að prófa klefann og er nokkuð sáttur þrátt fyrir smá hlandlykt.

að þetta sé orðið fínt í bili

Þangað til næst….

5 thoughts on “Fyrsta slúður ársins

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s