Ef ske kynni að einhver ykkar þyrfti að umgangast son minn í nánustu framtíð þá hef ég tekið að mér að búa til orðabók fyrir ykkur svo ykkur gangi betur að skilja kauða. Þetta er nú ekkert gríðarlegt verkefni enda ekki um auðugan garð að gresja hvað orðaforða varðar.
en hérna kemur þetta og vonandi verður þetta ykkur nytsamlegt samskiptalega..
Soggana – Þetta þýðir “ég vil fara í sokkana” og þetta er óspart notað þessa dagana.
Oiiijj – Þetta þarfnast nú varla neinnar þýðingar og þýðir bara Oj, Þetta er vinsælasta orðið í dag.
Hæstu – Þetta þýðir “hættu” (af hverju ætli hann hafi lært þetta???)
Bæj eða bess – Bless
Nammi – þýðir sig sjálft
Namm – Morgunmatur
Seiggjó – Sleikjó
Beiju – Skipta um bleiju
Fúbba – Súpa
Lulla – Lúlla
Pabbi og mamma er nú nokkuð skiljanlegt hjá honum
Voffi – Soffi frændi
Efna – Líklega er þetta Hrefna
Baggi – Maggi Jobba
Danný – Dagný
Súggi – Gústi Alex
Dijjá – Diljá
Njinni – Ninni
Dammar – Dagmar
Amma og afi er líka nokkuð skiljanlegt
Lúlli – Júlli
Seini – Steini
Addí – Arndís
Begga – er bara Begga
Hanna – er bara Hanna
Tess – Kex
Katt – Kalt
Ba – Fara í bað
Kannínna – Kanína
Voff – Hundur
Spijja – Spila á hljóðfæri
Flúvva – Flugvél
Sjemma – Skemma eða eyðileggja
Pabbaá – Pabbi á þetta
Bíljin – Fara í bílinn
Eddu – Fara til Eddu dagmömmu
Iss – ís
Gubbanna – Leika sér með kubbana
Botti – Bolti
Memja – Lemja
Þetta er svona það helsta sem ég man eftir. Ef þið lendið í tungumálaörðuleikum við hann Kristján þá veriði óhrædd við að spyrja okkur Rúnu og við munum reyna að hjálpa eftir fremsta megni.
Þangað til næst….