Hvað er þetta eiginlega???

Er maður alveg hættur að nenna að skrifa inná þessa blessuðu síðu? Tjah, maður spyr sig.

Það var mjög lítið sofið um þessa helgi sökum handrukkara en það er önnur saga.

Við Rúna kíktum í afmæli til Steinku á laugardaginn. Gunna kom með okkur og var hin hressasta. Þetta var bara fínt. Reyndar hefði ég vilja stoppa aðeins lengur en það var frekar óráðlegt þar sem að Rúna átti að mæta í vinnu kl 8 og ég að vakna með litla apakettinum honum Krstjáni Frey.

Man Jú heldur sínu striki og heldur Chelski 6 stigum frá sér. Það er eins gott að ekkert klikki því annars verð ég brjálaður, og það viljum við ekki. En það eru ennþá 8 umferðir eftir og leikur við Chelsea á brúnni. Það getur allt gerst. Þetta verður rosalegt.

Keppti í fótbolta í gær. Unnum 7-0… vei. Svo vorum við Jón Frímann með 11 rétta í tippinu og erum á fljúgandi siglingu í tippleiknum góða hjá Gumma á Grundarfirði.
Eftir leikinn kom ég heim og lét Beggu Jobba steikja kótilettur. Enda geðveikt svangur eftir þennan leik, þó að ég hafi nú oft hlaupið meira en þarna. Þegar maður var búinn að éta kom BigGoj því við höfðum hug á að kíkja í bíó að sjá 300… but noooooooo ekki varð okkur kápan úr því klæðinu. Keyrðum niður í Mjódd, fengum stæði hjá Smáralind og löbbuðum í mjóddina, komum svo í miðasöluna aðeins til að komast að því að það var bara einn miði eftir… EINN. Hver fer einn í bíó??? Þannig að við slógum þessari bíóferð á frest þangað til síðar í vikunni.

Svo í dag var maður bara öflugur og kíkti í spinning í hádeginu… úff. Svo er það fótboltaæfing í kvöld… Harkan sex.

Þangað til næst….

4 thoughts on “Hvað er þetta eiginlega???

 1. ok ok ok vó lögðuð þið bílnum í smáralindinni og löbbuðuð í mjódd??? akkuru í anskotanum fóruði á bílnu yfir höfuð í mjóddina?????

  Handrukkari segiru? hvað varstu að gera að þér núna..

 2. Veistu hvað það var kalt úti í gærkvöldi…. Brrrrr

  Og handrukkarar… það er önnur saga, en þeir voru ekki á eftir mér, Rúnu né Kristjáni

 3. þetta var nú ekki alveg í Smáralindinni…
  og við fórum ekki á bílnum yfir höfuð….
  þó ég hefði nú verið í skapi til að keyra yfir einhvern eftir þessa frægðarför
  “einn miði? en er í lagi að hann sitji undir mér?” er setning sem við prófum næst!

 4. hahaha… er allt morandi í handrukkurum þarna í Breiðholtinu 🙂

  Annars er ég búin að grenja úr mér augun alla helgina, er farin að sakna svo föstudagsslúðursins.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s