Magnað lag

Þetta er nýja uppáhalds lagið mitt enda er þetta alveg hreint geðveikt.

Er núna í bænum. Fór á sunnudaginn þar sem að ég var að keppa í gær. Unnum 4-1 þar sem að ég náði skoti í stöng og að klúðra sama dauðafærinu tvisvar… Þ.e. skaut, lét verja, náði frákastinu og skaut boltanum 2 km yfir markið. Kemur bara næst Tommi minn.

Grundarfjarðardagarnir um næstu helgi, svo er það versló. Sumarfríið farið að styttast í annan endan og sumarið líka. Alltof fljótt að líða þetta helvíti. Spurning um að ná í nokkra dráttarbáta og draga þetta blessaða sker aðeins sunnar á hnöttinn svo að maður fengi amk 6 eða 7 mánaða sumar… djö snilld yrði það.

En allir að mæta á Grundarfjarðardaga og áfram MUSE… Við bræður verðum með geysiskemmtilega útvarpsþætti á miðvikudagskvöldið í útvarpi Grundarfjarðar FM 104,7. Sá fyrri verður á milli 20 og 21 og sá síðari á milli 1 og 2 um nóttina. Þar munum við væntanlega bulla einhverja steypu ættaða frá Hofstöðum… eða þannig.

Þangað til næst….

One thought on “Magnað lag

  1. Já þetta er geðveikt lag, en uppáhalds lagið mitt um þessar mundir er einmitt líka með þeim en það heitir Invincible af nýjustu plötunni þeirra. Þið spilið það fyrir mig í útvarpsþættinum ykkar 😉 Sjáumst um helgina!

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s