Nú eru yfirvonandi breytingar á högum okkar hérna í Blöndubakkanum. Stefnan er sett vestur í fjörðinn fagra þar sem að við munum hafa búsetu um komandi ár.
Ég er búinn að segja starfi mínu lausu og flyt eftir nokkra mánuði. Rúna er nú þegar flutt og mun byrja í nýju starfi á morgun. Kristján byrjar svo í leikskólanum á Grundarfirði á mánudaginn næstkomandi. Ég rek svo lestina í haust en ég er ekki ennþá kominn með neina fasta vinnu að einhverju viti en það reddast að sjálfsögðu einhvernveginn.
Komum væntanlega til með að kaupa einhverja íbúðardruslu þarna í firðinum og við tekur “the simple life” Hell je… það verður sweet.
þangað til næst….
Er ekki bara spurning um að taka fram gömlu Rúmfatalagers hanskana og opna útibú í firðinum
Spurning líka um að fara að skaka með aflaklónni honum Gæa Hadda, örugglega fínt uppúr því að hafa hehehe
Æ ég veit ekki með Gæja og skakið -eina skiftið sem ég sá hann var hann að stranda trillunni hans afa á milli stóru og litlu bryggju…svo hætti hann eftir 4 túra, en þú getur beðið eftir barninu með honum ef það er ekki komið það er örugglega pláss í sófanum hjá honum:)
Glæsilegt að fá ykkur hingað vestur.
Velkomin 😉
Held einmitt að það sé huggulegt að breyta smá úr borgarlífinu í simple lifeið 😉
Svo skilst mér að íbúðaverðið hér sé ekki rassgat.
núnú ég veit ekki betur nema þín íbúð hafi kostað 3 og hálft rassgat
Hey Tommi, þú mátt svo kenna Hafsteini að vera svona kátur eins og þú með það að flytja í fjörðinn 😉
3 og hálft rassgat er nánast ekki neitt…
líst vel á að fá ykkur hingað vestur… þá ertu ekki alltaf að draga Nonna suður í fríunum sínum er farin að halda að þið séuð e-ð meir en vinir…
Spurning um að auglýsa íbúðina til sölu með traustum leigjanda hehehehe