Kyrrlátt kvöld við fjörðinn…

Það er kyrrlátt kvöld við fjörðinn, í brúnu húsi við Grundargötuna sitja tveir menn og horfa á Inter vs Liverpool. Annar þeirra er harður Inter aðdáandi en hinn gallharður púllari. Þetta voru semsagt ég og Haddi sem sátum heima í góðum gír og horfðum á þennan stórleik. Ég vissi svo sem að staða Inter var ansi erfið eftir fyrri viðureignina sem þeir töpuðu 2-0 og þurftu því að vinna upp 2 marka mun og máttu alls ekki fá á sig mark á sínum heimavelli.

Ég var ekkert allt of bjartsýnn fyrir þennan leik þar sem að Liverpool eru alltaf mjög öflugir í Champions League og ég var nokkuð viss um að þeir myndu ná að pota inn einu marki og klára þetta einvígi.

Þetta byrjaði samt ágætlega. Bæði lið voru að fá færi og sókn Inter þyngdist alltaf jafnt og þétt. Liverpool beitti skyndisóknum eins og við var að búast.

Svo gerist það að dómarinn rekur einn Inter manninn af velli á 53 mín og þar fór það. Einum færri voru þeir ekki að fara að skora 2 mörk.

Stuttu síðar er Liverpool að sækja og Torres skorar glæsilegt mark, enda einn heitasti framherjinn í boltanum í dag. 0-1 og leikurinn í sjálfu sér búinn þó að það væri góður hálftími eftir.

Mjög skömmu eftir þetta heyrist lágvært píííp. Þetta var í símanum mínum og ég var semsagt að fá SMS sem hljóðaði svona.

“B-)”

Þetta var frá honum Jóni Frímanni sem skiljanlega gladdist yfir þessu fallega marki hjá Torres og vildi endilega deila þessari hugljúfu gleði með undirrituðum.

ég sendi eftirfarandi sms tilbaka

“Ertu vangefinn? Dómarasamtökin að koma lúðapúl í 8 liða. Ótrúlegt hvað þetta djöfulsins skítalið fær allt uppí hendurnar”

1 sekúndu síðar sendi ég þetta

“Og haltu svo kjafti”

Ég var nokkuð pirraður á þessum tímapunkti og vil biðja Jón Frímann vin minn afsökunar á að hafa kallað hann vangefinn, kalla uppáhalds liðið hans skítalið og lúðapúl og einnig að hafa sagt honum að halda kjafti í gegnum sms.

Ég geri mér bara ekki grein fyrir aðstæðum hans þar sem hann er í miklum veltingi út á sjó, með velgju í maganum, saknar fjölskyldunnar sinnar og langar heim. Svo heyrir þetta grey örugglega í útvarpinu að Liverpool hafi skorað og þessi auma sál fyllist gleði og vill endilega deila þessari barnslegu og saklausu gleði með besta vini sínum… Mér.

Og ég er búinn að vera með samviskubit í alla nótt yfir því hvernig ég lét. Fyrirgefðu Jón minn.

Þinn vinur Tommi


Jón Frímann á góðum degi

Þangað til næst….

3 thoughts on “Kyrrlátt kvöld við fjörðinn…

  1. Jahá….

    En ég held ég geti alveg lofað þér að hann var að biðja um þessi svör.. og á þau alveg skilið með að strá salti í sárin… segi ég liverpool fan og kona hans hehe

    Best finnst mér hvað þið eruð góðir vinir þrátt fyrir að vera erkifjendur í þessum blessaða fótbolta…

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s