DIO miðarnir komnir í hús

Skemmtilegt nokk að þá eru DIO miðarnir mínir mættir á svæðið. Þannig að þann 28 maí næstkomandi þá verð ég á DIO í Astoria höllinni í London ásamt einhverjum. Það á eftir að koma í ljós hver sá einstaklega heppni einstaklingur verður.

Síðastliðinn þriðjudag skellti ég mér á æfingu hjá Snæfell í fótboltanum. Ég vissi reyndar ekki við hverju var að búast en vissi það að það væru svona 8 – 12 manns að mæta á æfingar hjá þeim.
Ég mæti þarna gallvaskur og ætlaði nú bara að spila fótbolta en boooiijj ó boooiij hvað það var rangt hjá mér. Fyrst voru skokkaðir nokkrir hringir, svo sem allt í lagi að hita aðeins upp svona eins og lög gera ráð fyrir. Svo voru það einhverjar tækni æfingar. Skalla á milli, móttaka á kassann og eitthvað í þeim dúr. Létt ennþá og ég var alveg að plumma mig í þessu. Svo voru teknir einhverjir sprettir sem enduðu á viðstöðulausu skoti, maður átti sko að byrja sitjandi á vellinum, boltanum var spyrnt og maður átti þá að stökkva upp og taka skot á markið. Ennþá allt í lagi en var samt orðinn svolítið þreyttur enda langt síðan ég hreyfði mig af einhverju viti síðast.
Svo tók nú tappann úr þessu, þá átti maður að spretta á milli stöðva á vellinum. Okkur var skipt í 4 lið, 3 í hverju liði. Svo var keppni. Allt á sprettinum. Þá hélt ég að ég myndi deyja, þetta stóð yfir í 4 umferðir. Eftir þetta var maður orðinn nokkuð móður og másandi. Svo dró þjálfi upp forláta sippubönd… Gamli kallinn (ég) klóraði mér nú bara í hausnum, þá voru þau notuð til að hlaupa með félaga sinn í eftirdragi, að miðjunni og taka svo sprett þegar hann sleppti takinu á miðjum vellinum.
Eftir þetta var ég gjörsamlega búinn.

Þá var farið að spila, skipt í þrjú 4 manna lið og spilaðir 5 mínútna leikir. Að sjálfsögðu lenti ég í liðinu sem byrjaði að spila 2 leiki í röð og í leik nr 2 var ég farinn að fá sinadrátt í kálfana af áreynslu.

Ég náði samt að klára þessa nokkru leiki sem við spiluðum en mitt lið tapaði öllum leikjunum ef ég man rétt, mér gekk ekki vel enda alveg gjörsamlega búinn á því. Þegar leikirnir voru búnir var ég guðs lifandi feginn og hélt að nú tækju við bara rólegar teygju æfingar…. En mér til mikillar hrellingar þá áttum við að gera 3 x 15 armbeygjur 3 x 20 magaæfingar og svo enda á 20 bak æfingum. Þarna hélt ég actually að ég myndi deyja. Ég get sagt samviskulega að ég hafi reynt… Mig minnir að settin mín hafi verið einhvernveginn svona:

7 armbeygjur, 11 magaæfingar, 4 armbeygjur, 8 magaæfingar, hálf armbeygja og engin magaæfing, svo lá ég slefandi á grasinu. Náði nokkrum bakæfingum og gat svo teygt aðeins á. Jesús minn og strengirnir sem ég fékk eftir þetta….

Svo í gær þá álpaðist ég á æfingu nr 2. Sú var nú skömminni skárri, Ruppaði öllum æfingum af, mitt lið vann alla leikina í fótboltanum og svo náði ég að klára öll armbeygju og magaæfinga settin. Stefnan er sett á að vera duglegur að mæta inní Hólm á æfingar með Snæfell því manni veitir bara ekkert af því að hreyfa sig, ég finn vel hvað maður hefur rosalega gott af þessu.

Svo kemur bara í ljós seinna hvort maður eigi eitthvað erindi inní liðið, það er aftur á móti annað mál.

Þangað til næst….

One thought on “DIO miðarnir komnir í hús

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s