Sumarið að klárast

Jæja, sveiattann hvað maður er orðinn latur að hripa nokkur orð hérna. Eins og mér finnst nú gaman að fletta í blogginu og lesa hvað maður var að skrifa fyrir nokkrum árum síðan. Nú er mál að taka sig aðeins á og vera duglegri. Enda sumarið að verða búið og skammdegið framundan.

Ég var að henda inn myndum á myndasíðuna og á síðuna hans Kristjáns.

Við fórum norður um verslunarmannahelgina. Vorum á Húsavík frá þriðjudegi til föstudags og fórum svo inní Bárðardal í hina fullkomnu afslöppun. Rosa næs. Náði að brjóta stóra þrífótinn minn þegar ég var að klöngrast í einni myndaferðinni þannig að nú hyggur maður á kaup á nýjum Manfrotto þrífæti með alvöru haus. Það verður næs.

Ég henti upp smá ljósmyndasýningu fyrir Grundarfjarðardagana. Kostaði mig smáeins en ég náði samt að selja 4 myndir og kom út í plús við það. Reyndar var maður á báðum áttum hvort að maður ætti að hengja myndirnar upp eða ekki, merkingin á þeim klúðraðist nefninlega alveg. Var allt allt of stór. En ég reikna með að laga þetta með því að setja þær á minni ramma þannig að þessi bévítans merking hverfi alveg. Fæ hann Magga minn til að græja þetta fyrir mig og þá vitiði hvað þið fáið í jólagjöf 😉 MYND EFTIR MIG JEEEEIIIII

Svo var maður að splæsa í splunku nýtt sjónvarp og Playstation 3 tölvu. Þetta er 42″ LCD kvikindi með full HD upplausn. Keypti mér líka eina BlueRay mynd til að testa þetta og gæðin eru helvíti kúl. Svo er þetta nú bara nokkuð normal þegar maður horfir á TV. En að spila BlueRay eða PS3 leik er tussu drullu töff. Ég var einmitt í Grand Theft Auto 4 í fyrrakvöld. Hékk í honum í c.a. 2 tíma. Þurfti svo að skjótast aðeins niður í vinnu á bílnum mínum og þótti bara heppinn að dúndra ekki niður nokkra ljósastaura og eitthvað fólk í leiðinni því að leikurinn var svo raunverulegur.

Þangað til næst…..

2 thoughts on “Sumarið að klárast

  1. awesome… flottar myndir
    þú ert svo æðislega mikið barn enþá elsku Tommi minn hehe… en til hamingju með tölvuna og TVið

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s