Á þessum síðustu og verstu…

Jæja, bara svona rétt til að létta ykkur lundina og sjá ljósið í myrkrinu þá er skylda að hlusta á þetta lag. Þetta er virkilega vel gert hjá þeim Slipknots mönnum og einhvernveginn bjóst maður ekki við svona ballöðu frá þeim.

Svo eru Baggalútsmenn alltaf með réttu lausnirnar…

Ríkisstjórn Íslands skoðar það nú í fullri alvöru að fara hina svokölluðu „Dallas-leið“ til að bjarga efnahag landsins frá algeru hruni.

Felst lausnin í því að þjóðin vaknar öll upp við vondan draum árið 1991, þegar Steingrímur Hermannsson er enn forsætisráðherra – og heldur lífinu áfram þar sem frá var horfið.

Þannig mætti, fræðilega, koma í veg fyrir að Davíð Oddsson yrði forsætisráðherra og allt „færi í fokkings fljúgandi fokk,“ eins og sjúklega sætur ráðherra, sem ekki vildi láta nafns sín getið, orðaði það.

Þangað til næst….

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s