Nú árið er liðið í aldanna skaut

Þegar árið er liðið er bara rétt að líta rétt svo yfir hvað maður var að brasa síðastliðna mánuði.

Here goes.

Janúar:
Ný fluttur til Grundarfjarðar og við vorum öll að vinna á fullu í húsinu okkar nýja. Tók þátt í Old boys héraðsmóti í fúzzboll og að sjálfsögðu sneri maður heim klyfjaður af gulli.

Febrúar:
Flytjum loksins inn í húsið okkar að Grundargötu 68. Annars var bara kalt og mikill snjór þessa dagana.

Mars:
Þetta var frekar rólegur mánuður svona eins og gengur og gerist. Liverpool slær Inter út úr Champ Líg og einhver svoleiðis leiðindi. Set í gang könnun á blogginu um hvort að maður eigi að fara á DIO eða Gayvin de Graw tónleika í London. Það þarf svo sem ekkert að taka það fram að DIO rúllaði þessu upp easy.

Apríl:
Fjárfesti í DIO miðum eftir að hafa rústað könnuninni. Mætti á fótboltaæfingu í hólminum og dó næstum því við það.

Maí:
Þetta var massa flottur mánuður. Sérstaklega þar sem að United urðu Englands og Evrópumeistarar eftir einvígi við Chelsea á báðum stöðum. Þvílík og önnur eins hamingja hjá undirrituðum að annað eins hefur ekki sést síðan í Dawson Creek. Jú og ég fór til London… Það var fínt.

Júní:
Blendnar tilfinningar þegar Jose Mourinho er ráðinn knattspyrnustjóri míns heittelskaða Inter liðs. Svo var maður á einhverju tónleika flakki, fór á DIO, Whitesnake og James Blunt. Fórum í miðnæturgöngu uppá Snæfellsjökul um Jónsmessunótt og svo skokkuðum við líka uppá Kirkjufellið fagra.

Júlí:
Ferðaðist um Vestfirði í góðum hóp. Það var rosalega fínt og mikið að sjá fyrir utan smá bleytu á okkur. Röltum svo yfir Arnardalsskarð í frábæru veðri. Það var magnað. Grundarfjarðardagarnir skullu á með skelli og við Jón Frímann slógum í gegn í útvarpinu. Sem og við Gústi líka.

Ágúst:
Fórum norður um verslunarmannahelgina. Tókum einhvern túrista pakka á þetta. Ásbyrgi í frábæru veðri og svo héngum við bara inná Bárðardal í góðu yfirlæti. Svo keypti ég mér Playstation 3 tölvu og risastórt sjónvarp. Þetta var rétt fyrir kreppu og borgað út í hönd að sjálfsögðu 😉 Svo var maður tekinn fyrir of hraðan akstur og alles. Bölvað prump.

September:
Man Utd kaupir DIMITAR BERBATOV og það er Berbalicious. Nett Berbatov æði grípur um sig og karlinn fer og fjárfestir í forláta Berbatov naríum með g-streng fyrir konuna. ÍA fellur um deild og allt verður vitlaust á Skaganum.

Október:
Kreppa kreppa kreppa, fátt er rætt um annað en þessa voluðu kreppu sem allt snýst um. Svo ákveður all time hetjan mín að fara til helvítis AC Milan. Af hverju fór hann ekki bara í West Ham eins og sagði í auglýsingunni??? Æ já það fór að sjálfsögðu á hausinn.
Maggi og Dagný eignast lítinn Jobba sem er algjört krútt.

Nóvember:
Afmæli eins og alltaf. Fór á forsýningu James Bond… Það var kúl. Fékk svo þessa svakalegu magaveiki. Bæði skítandi og ælandi í heila viku. Léttist um 7 kg og ekki af miklu að taka fyrir.

Desember:
Jólin og allt það. Veiiii

Þannig var árið sem er að líða. Vonandi verður 2009 jafn skemmtilegt og 2008.

Það styttist líka í árlega áramótaspá Tomma sem kemur hérna innan þriggja nátta.

Þangað til næst….

One thought on “Nú árið er liðið í aldanna skaut

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s