Þá er ég ekki að tala um kreppuna eða neitt tengt henni heldur aðeins um mína persónulegu hagi. Málið er það að nú þegar maður er aðeins í einni vinnu þessa dagana og aðeins rýmra um mann þá skráði ég mig á 2 námskeið hjá Tölvu og Verkfræðiþjónustunni. Ég byrjaði á fyrra námskeiðinu í gærkvöldi og þetta verður ansi strembið. Þetta er hagnýtt bókhaldsnám og á ég að mæta tvisvar í viku á mánudögum og miðvikudögum í tíma að Grensásvegi 16 og vera þar frá kl 19:30 – 22:30. Svo þarf maður að keyra heim. Fyrsti tíminn var í gær og ég var kominn heim kl 1 í nótt. Ég er pínu þreyttur í dag og þetta á örugglega eftir að verða svolítið þreytandi þegar líður á. Þessu námskeiði lýkur einhverntímann í apríl.
Hitt námskeiðið sem ég fer á byrjar 18 febrúar og það er á sömu dögum kl 16:15 til 19:15 þannig að ég verð samfleytt frá fjögur til hálf ellefu á mánudögum og miðvikudögum. Þetta verður líka eitthvað út apríl. Geisp segi ég nú bara en þetta verður nú vonandi þess virði.
Þangað til næst….
ojhh… aðeins of mikill dugnaður.
svo fimmtudagar og laugardagar í spinning 🙂
Þá ert þú akkúrat maðurinn sem ég var að leita að ! Gæturu tekið suður snjóbretti og skó fyrir frumburðinn minn? hann gæti alveg mælt sér mót við þig.