Lítið að gerast… eða mikið að gerast… þetta er álitamál.

Vorið er komið og grundirnar gróa eins og sagði í kvæðinu fornfræga. Ég veit ekki afhverju maður er að hripa hérna inn. Varla að nokkur maður lessi þetta innihaldslausa blogg mitt. Sem er svosem ágætt því að þetta var hugsað sem nokkurskonar auladagbók fyrir undirritaðan. Mér finnst til dæmis alveg glettilega gaman að fletta í gömlum færslum og sjá hvað maður var að skrifa fyrir eins og 5 árum síðan. Mega gott stöff.
Þess vegna þarf maður eiginlega að vera duglegri við að skrifa einhverja vitleysu hérna inn.

Annars er maður bara í gríðarlegum brúðkaupspælingum þessa dagana. Stóri dagurinn verður 4 júlí í Grundarfjarðarkirkju kl 14:00. Það er amk frágengið… flest allt annað er í lausu lofti því að við hjónaleysin höfum ekki mikið verið að pæla í þessu. Eeeen þetta reddast að sjálfsögðu. Erum enn að ákveða sal, græja boðskort, ákveða mat, hljómsveit og veislustjórar, kótilettur eða ekki kótilettur, heilgrillað svín eða ekki heilgrillað svín, túrtappaskreytingar eða dömubindaskreytingar, sex pistols eða Friðrik Ómar o.s.fr. Við hjónaleysin erum ekki sammála um allt. T.d. vildi ég láta Maus spila í kirkjunni en hún tók það ekki í mál. Þá stakk ég uppá Mínus en það má ekki. Ég harðneytaði að hafa klassískan brúðarvals og heimtaði brúðarvalsinn í útgáfu Steve Vai og ég reikna með að hún maldi í móinn með það…. Það vantar allt rokk í þessu blessuðu brúðkaup nú til dags.

Jæja nóg af brúðarpælingum í bili…

Þangað til næst….

7 thoughts on “Lítið að gerast… eða mikið að gerast… þetta er álitamál.

  1. Maus í kirkjuna væri ofursvalt!!!! þú reynir bara að tala hana betur til 🙂
    já og Friðrik Ómar er algjörlega málið!!!!

  2. Vissi nú ekki af þessum brúðkaupspælingum en eru Draugabanarnir ekki málið í kirkjunni? Og svo Friðrik og Regína í veislunni.
    Annars ætlaði ég að þakka aftur fyrir myndina hún vekur mikla hrifningu, drengurinn verður pottþétt ánægður með hana. Módelið fannst hún TÖFF!

  3. Engin tónlist í kirkjunni, gestirnir eiga að raula, saltfiskur með smjöri í veislunni og svo gamlt og gott diskótek af kasettum í veislunni. Hvernig hljómar þetta?

  4. Heheh frábærar tillögur frá fólki hehe. Alla vega, mér finnst að Rúna verði nú líka að fá að ráða einhverju. Miklu meira stuð að hafa Maus í veislunni, það komast ekki allir í kirkjuna til að hlusta 😉 Gangi ykkur vel, látið mig vita ef ykkur vantar hjálp…elska brúðkaup !!

  5. afhverju ekki bara að hafa Abba í kirkjunni? 🙂 Svona eins og í Muriels Wedding…

Leave a Reply to Rut R, Cancel reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s