Þá er loksins komið að hinu margfræga föstudagsslúðri… Ég hef farið um víðan völl og aflað mér ansi margra frétta… sumar svo krassandi að ekki var hægt að hafa þær eftir. Hérna kemur rjóminn af þessu.
Heyrst hefur….
að Sigurbjörn hafi boðið Beggu Jobba í lúxus siglingu um Karabíska hafið.
Hérna eru skötuhjúin að leggja í hann frá Grundarkambi
að Baldur Tónó hafi verið svo seigur að fá heilan fótboltavöll í styrk fyrir Meistaraflokk Grundarfjarðar.
Baldur ætlaði að semja við Ragnar & Ásgeir um að flytja Anfield til Grundarfjarðar
að Benni Ívars hafi skellt sér í “to cool to be true” keppnina á dögunum.
Benni hafnaði í síðasta sæti af 7803 keppendum
að Danni Kotari hafi orðið nett vandræðalegur þegar hann ruglaðist á gati á vinkonu sinni.
Danni skömmu eftir að mistökin afdrifaríku komu í ljós
að Dagmar hans Ninna hafi ákveðið að skella sér í lífeðlisfræði krækiberja í Háskólanum á Akureyri.
Dagmar var mjög hissa á því að hún var eini nemandinn í þessum kúrs
að Dabbi Hlíðkvist sé sláandi líkur John Travolta þegar hann tekur sig til og dansar diskó.
Hérna er Dabbi í svaðalegri stayin alive sveiflu
að Ditta Tómasar hafi fundið upp gríðarlega nytsamleg gleraugu sem eru þeim eiginleikum gædd að þau sjá hundakúk úr 120 km radíus
Hérna er Ditta með gleraugun heima hjá sér að bísnast yfir einhverjum hundakúk sem einhver óprúttinn hundaeigandi hafði skilið eftir í Vallholtinu í Ólafsvík.
að Diljá Dagbjarts hafi sjálf föndrað jólagjöfina handa tengdamóður sinni.
Diljá er hérna stolt með jólagjöfina
að Gæi Hadda og Viggi Runna hafi orðið brjálaðir þegar þeir uppgvötvuðu að það var orðið uppselt þegar röðin var alveg að koma að þeim.
Gæi tjúllaðist þegar hann fékk ekki miða á High School Musical 4
að Gústi Alex hafi farið í lýtaaðgerð og látið strekkja á sér húðina á rassinum.
Gústi getur bara verið með einn svip á andlitinu eftir þessa aðgerð
að Haddi hafi loksins náð að klára litlu gulu hænuna sem hann er búinn að vera að rembast við síðan í sex ára bekk.
Haddi ætlar næst að skella sér í þyngra bókmenntaverk og fór og náði í Ævintýri Rasmus Klump á bókasafninu
að Halli Hólm hafi verið skömmustulegur á því þegar ljósmyndari kvaðratrótarinnar kom að honum í vafasömu athæfi.
Halli lofaði að rúnka sér aldrei aftur eftir að honum var tjáð að hann gæti orðið blindur
að Heisi hafi loksins fundið mannveru sem skilur hann nákvæmlega í einu og öllu.
Sálufélagarnir voru sáttir saman
að Heimir Þór hafi orðið hrikalega stoltur þegar hann náði að lyfta heilli ölkrús með annari hendi… alveg einn.
Heimir fékk samt ekki að smakka á krúsinni þar sem hann er enn bara 15 ára
að Hemmi Geir hafi næstum farið í sleik við ellilífeyrisþega að nafni Sigurbjartur
Hemmi neitaði öllu…. skiljanlega
að Höddi Páls hafi skellt sér í dulargerfi og farið á Nylon tónleika og gengið undir nafninu Pöddi Háls
Dulargerfið fór ekki framhjá glöggum augum ljósmyndarans
að Jón Frímann hafi farið fram á það við bæjarráð Akraness að láta reisa styttu af sér í miðbænum.
Markamets sagan frá pollamótinu 1986 fór ekki vel í bæjarráðið og Jón Frímanni var gert að halda sig utan bæjarmarka
að Júlli Jobba kunni að heilla kvenþjóðina.
Hérna er Júlli á leiðinni á leik Keflavíkur og Sandgerðis í pepsi deild kvenna
að Matti Idol sé orðinn fokk þreyttur á diktúrunum í Gústa og Mána sem vilja eingöngu spila Wham lög á böllum.
Wake me up before you go go
að Ninni Gústa hafi sett nýtt heimsmet þegar hann náði að kúka í sig á 7 míkrósekúndum.
Hérna er Ninni nýbúinn að sprengja í brækurnar
að Rut hafi orðið himinlifandi þegar hún fékk eiginhandaráritun hjá Nóa Albínóa
Hún varð frekar svekkt þegar hún komst að því að þetta var bara wannabe Nói
að þetta sé orðið gott í bili.
Þangað til næst….
hahaha… snilld!! 🙂
held að Guggi minn verði nú ekki kátur með að vera kallaður wannabe Nói Albínói 🙂
Glæsilegt. Ég var farinn að halda að þú kynnir ekki lengur að skrifa eða eitthvað 🙂
Hey hey…þú máttir ekki segja frá þessu með gleraugun..þetta var leyndarmál Tommi minn..nú er allt ónýtt!!!!
Hahaha, gott stöff 🙂