Árið 2009

Janúar…

Ekkert merkilegt sem gerðist hér fyrir utan að Man Utd skellti Chelsea 3-0, ég skráði mig í bókhaldsnám næstu 2 mánuði.

Febrúar…

Róleg stemming á Grundargötu 68 þennan mánuðinn… Ég keyrði 2 í viku til Reykjavíkur til að mennta mig í Bókhaldsfræðum.

Mars…

Man Utd voru rasskelltir á Old Trafford af Liverpoop 1-4. Svartur dagur og ég er ekki viss um hvort ég sé enn búinn að jafna mig á þessum horbjóði. Jú og svo rakaði ég mig sköllóttan til að jafna út kollvikin.

Apríl…

Fjölskyldan fór í vetrarævintýraferð inní Bárðardal til að éta páskaegg.

Maí…

Brúðkaupspælingar á háu stigi… Man Utd Englandsmeistari 3 árið í röð og jafna þar með titlafjölda Liverpool (sem hafa ekki unnið síðan einhverntímann á síðustu öld).

Júní…

Hef greinilega haft nóg annað að gera en að blogga þennan mánuðinn… líklega vegna brúðkaupsplana og brúðkaupsheimsókna til Jóns Frímanns og Láru sem giftu sig í þessum mánuði. Kallinn var steggjaður í drasl og skotinn í rusl með litboltabyssu. Einnig var Ninni bróðir steggjaður, sendur í stúdíó og látinn perrast með samkynhneigðum ljósmyndara í Öskjuhlíðinni… Banani kom við sögu en maður er samt bundinn þagnareið.

Júlí…

Giftum okkur 4 júlí með pompi og pragt. Fórum svo í ferðalag um norðausturland og blíðskapar veðri. Mega fínt stöff þar á ferð. Hátíðin á góðri stund var haldin og fór vel fram. Við Gústi bróðir mössuðum útvarpið þar sem að við spiluðum lagið með Ninna í gríð og erg.

Ágúst…

Ninni og Dagmar giftu sig á Egilsstöðum og héldu svo frábæra veislu í Jökuldalnum… Ég var veislustjóri ásamt einni vinkonu Dagmarar og fór þetta allt saman gríðarlega vel fram. Frumflutningur á Is it true með Ninna fyrir Dagmar vakti gríðarlega lukku.

September…

Skráði mig í skóla og stefndi á stúdentinn í lok annar.

Október…

Lífið gengur sinn vanagang. Er í skólanum, vinnunni, formaður UMFG, slökkviliðið og eitthvað fleira…

Nóvember…

Þessi mánuður byrjar alltaf eins… eitt ár enn. Skólinn orðinn þyngri… tek til við að undirbúa útgáfu dagatals fyrir slökkviliðið. Hneikslast enn og aftur á einstaklega snemmbúnum jólalagaflutningi á öldum ljósvakans.

Desember…

Mikið að gerast í desember. Gáfum út dagatal Slökkviliðsins þar sem að hr nóvember fer á kostum ásamt hr febrúar. Jólin koma, útskrifast sem stúdent og ég veit ekki hvað og hvað. Eflaust eitthvað fleira en þetta dugar í bili…

Áramótaspá Tommans kemur strax á morgun 1 jan þannig að þangað til gangiði hægt um gleðinnar dyr og eigiði góð áramót og gleðilegt nýtt ár.

Þangað til næst….

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s