Tómas Freyr og Kristján Freyr sitja tveir við kvöldmatarborðið í gærkvöldi og gæða sér á rjómaís. Og hér kemur hluti úr kvöldverðarumræðunum það kvöld.
Kristján Freyr: Pabbi… hvað er að elska?
Tómas Freyr: Það er svona þegar manni þykir rosalega rosalega vænt um einhvern, þá elskar maður hann… Alveg eins og mér þykir rosalega rosalega vænt um þig, þá elska ég þig.
Kristján Freyr: Já ok… (hugsar sig um í smá stund) Pabbi, mér þykir rosalega vænt um þennan ís
Tómas Freyr: (andvarp)
Þangað til næst….
Hahahaa…
Góður