Páskar og svo vorið.

Djöfull er þetta fljótt að líða… kannski af því að maður er frekar bissí þessa dagana. Páskarnir á næsta leiti og svo vorið uppúr því. Maður er á fullu að koma fótboltanum á koppinn hérna í Grundarfirði. Við ætlum að halda úti Meistaraflokki í sumar og það gengur bara bærilega og þetta lítur mjög vel út. Við Jón Frímann erum búnir að ráða þjálfara til að stjórna batteríinu og það er enginn annar en hann T-Bone… reyndar gegn því skilyrði að við Jón Frímann fáum áskrift að byrjunarliðssæti en það á eftir að reyna á það.

Ég held að ég hafi aldrei á ævinni verið í eins góðu formi og ég er núna. Ekki það að ég sé í einhverju gríðarlegu topp formi en ég er c.a. í 100 sinnum betra formi en ég var í fyrra. Við vorum að spila leik á sunnudaginn og maður tók bara 60-70 mín án þess að blása úr nös. Það hefur ekki gerst í mínu tilfelli síðan…. tjah, bara aldrei. Enda hefur T-Bone verið duglegur að reka okkur strákana út að hlaupa og stunda æfingar. Svo hefst harkan fyrir alvöru nú í apríl þegar mr. T ætlar að reka mann áfram með svipunni.

Við stefnum norður í páskafríinu. Reiknum með að vera eitthvað á Akureyri, Húsavík og jafnvel Bárðardal. Þar er ætlunin að reyna að mynda eitthvað enda hefur maður varla komist út með nýju myndavélina mína síðan ég keypti hana. Ég seldi nefninlega 40d vélina mína og keypti Canon EOS 1d Mark III og eina 17-40 L linsu með. Þetta var ekki ódýrt en þess virði. Þó að Rúna láti mig borða hrísgrjón út árið.

Þetta verður sweet.

Þangað til næst….

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s