2012
The jump

Originally uploaded by Tómas Freyr

Gleðilegt nýtt ár… Það er aldeilis búið að vera mikið um snjó hér í firðinum þessa dagana. Nú er maður staddur á Barnaspítala Hringsins þessa dagana. Kristján Freyr er enn einusinni kominn með þessa bölvuðu sýkingu í munninn. Þetta er í þriðja skiptið sem það gerist. Þegar þetta gerðist í annað sinn fórum við með hann til barnalæknis sem vildi fá hann aftur ef þetta gerðist aftur þar sem að þetta var í rénun þegar hann sá hann. Nú þegar þetta byrjaði höfðum við samband við Þorstein lækni sem hafði samband við þennan barnalækni sem við vorum hjá. Sá vildi að við myndum fara með hann á bráðamóttöku barna til að fara í blóðprufur og slíkt. Við keyrum suður án þess að taka neitt með okkur þar sem að við ætluðum að koma heim aftur um kvöldið. En það reyndist ekki raunin. Nú erum við að detta inn í nótt númer tvö hérna á spítalanum og það er enn spurning hvenær við megum fara heim. Kristján er frekar lítill núna og vill mest fara heim. Reyndar er starfsfólkið hérna alveg yndislegt og ekkert yfir því að kvarta. En maður skilur drenginn alveg því að heima er best. Hann er með PS2 tölvu hérna og dvd myndir svo að hann hefur eitthvað við að vera.
Hanna systir var svo góð að koma með auka föt sem að Arndís tók til fyrir okkur. Tannbursta og svoleiðis munað svo að maður getur leyft sér að tannbursta sig og svona.

Nú er bara verið að bíða eftir að fleiri læknar og sérfræðingar kíki á þetta og reyni að komast að því hvað er að hrjá drenginn. Því fyrr sem það gerist því betra. Maður vonar bara að þetta sé eitthvað sem eldist af honum.

Maður fær einhvernveginn öðruvísi lífssýn á að dvelja hérna á Barnaspítalanum án þess að vera að fara eitthvað nánar út í það. Maður þakkar bara fyrir það sem maður hefur og hvað maður hefur verið heppinn.

Vonandi fáum við að fara heim sem fyrst og byrja þetta blessaða ár á betri nótum.

Þangað til næst….

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s