Rugl dagsins er: Tomminn þjáist

Rugl dagsins er: Tomminn þjáist af heilastíflu og dettur ekkert rugl í hug.

Úff marr, Tomminn fór á djammið í gær í fyrsta sinn í langan tíma, Kallinn var staddur í Grundarfirði á laugardaginn þar sem hann horfði á Man Jú vinna Líds á Elland Ród með einu marki gegn engu og var það Keane fyrirliði sem skoraði markið. En nóg með það, Tomminn lagði af stað í borg óttans um hálf sex leytið til að mæta í skírnareftirpartý hjá Gæa og Rakel. Litla fallega prinsessan þeirra heitir nú Aldís Ylfa Garðarsdóttir. Hmm, hvar var ég? Já, í þessu skírnareftirpartý var Soffinn staddur og þar sem að allir aðrir sem þarna voru voru á leiðinni á eitthvað syndsamt fyllerí þá ákvað Tomminn að fara með Soffanum á tónleika með hljómsveitinni Mínus sem að Tommalingurinn hafði nú ekki mikið álit á, en það átti eftir að breytast svei mér þá. Þeir voru bara svona helvíti góðir og Tomminn fékk stundum gæsahúð.
Eftir tónleikana ákváðu Tomminn, Soffinn og frænka hans Soffa að skella sér bara á Breiðvang á ball með hljómsveitinni ÁMS. Hmm, þetta var dularfull lífsreynsla þar sem að við komumst öll á sjéns með sömu konunni. Mér sýndist nú samt frænkunni komast lengst með hana hehehe.
Þetta ball var búið kl 03:00 og þá rúntuðum við niður í bæ og fórum á þennan stað þar sem að Tomminn og Soffinn tóku til við að dansa alveg bláedrú, soldið sem Tommalingurinn er ekki vanur.
Þegar kl var c.a. hálf fimm var okkur Soffa nóg boðið og beiluðum á þessu. En Tommi var ekki lengi í paradís því að þegar heim var komið þá hringir síminn og af góðmennskunni einni saman rúntar Tomminn aftur niður í bæ til að skutla þremur frekar drukknum einstaklingum heim til sín. Já, það hefur sko sína galla að vera edrú og þar af leiðandi designated driver.

Jæja, þetta fer nú að verða ágætt þar sem að Tomminn er með smá hausverk eftir þetta allt saman, það er asnalegt að vera edrú en verða samt þunnur.

Þangað til næst……

Rugl dagsins er: Fór bobbingavillt.

Rugl dagsins er: Fór bobbingavillt. Gunni Páls hvarf af yfirborði jarðar eftir að upp komst að hann hafi káfað á bobbingum nágrannans. Eiginkona Gunna er í yfirheyrslu as we speak.

Jamm og jæja, ég er greinilega í mikils metum hjá einhverjum einum aðila sem hefur farið inn á skoðanakönnunina mína og slett c.a. 30 atkæðum í að ég sé snillingur og efni í forseta hmmmm, það var ekki ég sjálfur ég sver það.

Svo er það bara langt helgarfrí, reikna með að fara til Grundarfjarðar á morgun og koma aftur á laugardaginn til að mæta til Gæa og Rakelar í skírnarveislu 🙂

Bon voiage segi ég nú bara

Þangað til næst…..

Ekkert rugl núna, Tomminn er

Ekkert rugl núna, Tomminn er glaður

Jamm þó svo að úrslitin í dag hafi verið slæm þá voru þau nú samt sem áður góð. Ísland er úr leik fyrir EM 2004 en Tomminn náði að skrensa út 30.000 kr úr lengjunni 🙂 Óskið mér til hamingju í commentakerfinu eða í dagbókinni

Góður dagur í dag hehehe

Þangað til næst…..

Rugl dagsins er: Í frelsis

Rugl dagsins er: Í frelsis leit um miðja nótt. Pála Púrra smjattpatti með meiru fór ásamt fríðu föruneyti sem samanstóð af Tomma Tómat, Lúlla Lauk og Billa Brómberi í frelsisleit. Smjattpattar burt flúðu fljótt, í frelsisleit um miðja nótt, þau fundu þarna allt til alls, í friðsælum garði. Þarna Pála Púrra er, Petru maður líka sér…..

Enn er vikan skróplaus þó svo að Tomminn hafi mætt eilítið of seint í morgun, 26 ára kennarasleikjan kom því í kring að hann fengi engan punkt þó svo að kallinn hafi mætt 20 mínútum of seint hehehe. Tomminn eyddi gærkvöldinu í myndagláp. Þannig var að Tomminn ákvað að brasa aðeins við að tengja tölvuna við heimabíóið og sjónvarpið hans Gaua litla til að geta horft á allskyns dótarí í sjónvarpinu. Þetta gekk svona næstum því áfallalaust fyrir sig og Tomminn var byrjaður að glápa á S.W.A.T um sex leytið. Helvíti fín ræma og Colin Farrell er einhver sá flottasti í bransanum í dag. Svo skellti Tomminn The Italian Job í gang og þar var á ferðinni önnur fín ræma með hinum væmna Mark Wahlber a.k.a Dirk Diggler í aðalhlutverki. Myndin skartaði líka 2 af uppáhalds leikurum Tommans, þeim Edward Norton og Jason Statham sem er eins og alltaf óendanlega mikill töffari með skalla. Kollvik Tommans eru farin að hækka eylítið og því horfir Tomminn vonaraugum á menn eins og Jason Statham og Arnars Gunnlaugssonar sem bera skallann með prýði.
Eftir The Italian Job skellti Tomminn myndinni Wrong Turn af stað, frekar slæm mynd með fyrirsjáanlegum söguþræði. Tomminn mælir ekki með henni en mælir samt hiklaust með hinum tveim.

Ríó Ferdinand virðist vera í djúpum skít, eða Enska landsliðið. Nú segjast menn bara ætla í verkfall til að mótmæla meðferðinni á Ríó. Drifnir áfram af Júnæted mönnunum Butt, Scholes og Neville systrunum er allt enska landsliðið búið að hóta verkfalli. Mikilvægasti leikur Englinga er framundan á móti Tyrkja Guddu og félögum og spurning hvernig þetta mál þróast.

Svo er það bara ljós og ræktin þar sem að Tomminn þarf að halda áfram að þyngja sig hrmpf.

Þangað til næst……

Rugl dagsins er: Fór á

Rugl dagsins er: Fór á sjúddirarirei. Ung kona frá Siglufirði lenti í skemmtilegri reynslu um síðustuhelgi þar sem að hún var stödd í höfuðborginni, málið var að hún var að bíða eftir leigubíl á Lækjargötu og fékk loksins bíl þar sem að söngvarinn góðkunni Gylfi Ægisson var við stýrið. Það skipti engum sköpum nema að Gylfi fer með henni á Sjúddirarirei sem er Vesfirskt orð fyrir að rúnta.

Tomminn náði sér í svona skoðanakönnun og gestabók og hvetur lesendur til að taka þátt í þessari vitleysu. Svo bætti ég Soffa félaga mínum og hljómsveitar meðlim í hljómsveit Tommans inn á linka safnið.

Þangað til næst…..

Rugl dagsins er: Stórfellt smygl,

Rugl dagsins er: Stórfellt smygl, Jákúp Rúmfatalagers kóngur hefur verið handtekinn fyrir stórfellt skerpukjöts smygl. Jákúp var nappaður í fyrradag þegar hann var að tæma gám merktann Rúmfatalagernum, reyndist þá gámurinn fullur af Skerpukjöti. Jákúp sagðist ætla að selja kjötið í Kólaportinu en honum varð nú ekki kápan úr þeim klæðunum.

Kannast einhver við þessa menn??? Einn er nú alveg skuggalega líkur Harry Kewell, reynið að giska á hver það er.

Þangað til næst…..

Rugl dagsins er: Saddam í

Rugl dagsins er: Saddam í fríi, Jamm Saddam Hússinn er víst staddur í Nauthólsvík að sleikja sólina þessa dagana, Bússi fékk símhringingu frá Dabba feita sem tjáði honum frá þessu og Bússi er lagður af stað á klakann

Tomminn er ónýtur þessa dagana, það er víst komið upp í leiðinlegann ávana að tapa í boltanum og Tommalingurinn hefur tapað þrjú skipti í röð núna UUUURRRRRR. Hinn skapstóri Tommi lét gremju sína bitna á einum meðspilara sinna í gær og þarf virkilega að fara að læra að hemja sig. Það er bara svo djöfull fúlt að tapa 😦

Tomminn fékk fína hugmynd þegar hann var að vafra inn á þessa heimasíðu og ákvað að setja upp teljara sem hann fékk hér.

Maður er búinn að vera frekar slappur í dag og eina sem maður hefur verið að gera í dag er að hjálpa fyrrverandi að flytja en hún er víst að flytjast búferlum hingað.

Helgin spilaðist fínt í enska og ber þar hæst hrakfarir Lifrapollsmanna í London og spurning hvað þeir hafi verið að brasa eftir leik hehehe. Man Jú rúllaði yfir Leister sittí og skoraði Rút van Nístilroj þrennu víhí.

Svo rétt í þessu var Inter vinna Dynamo Kiev 2-1 og skoraði Kristján Víerí sigurmarkið á síðustu mínútunni. Svo er það bara Stuttgart vs Man Jú á morgun og vonandi að það fari bara vel.

Þangað til næst…..

Rugl dagsins er: Hávaðamengun í

Rugl dagsins er: Hávaðamengun í Grafarholtinu. Mikið hefur verið kvartað undan hávaða í Grafarholtinu undanfarið. Lögreglan fór á stúfana og kom þá ýmislegt í ljós. Hávaðamengunarvaldurinn reyndist vera gamall sjóari með hamar sem barði statt og stöðugt í allar bárujárnsplötur sem hann fann, aðspurður sagðist hann vera að láta skipstjórann vita af lélegu aflamarki, eins og tíðkaðist á “síðunni” í gamla daga. Lögreglan fjarlægði hamarinn og vistaði manninn á Hvammstanga. 🙂

Tomminn er kominn með sját át, þökk sé Járna sem reddaði þessu fyrir Tommann. Nú geta báðir lesendurnir látið Tommann heyra það þegar hann er að bulla einhverja vitleysu.

Tomminn fór í bolta í gær og hafði sigur úr bítum annað skiptið í röð, ellefu manns voru mættir og skilst mér núna að þrettán manns ætli sér að borga. Það er fínt því nú getum við fjárfest í nýjum vestum sem verða ekki bleik. Þeir sem mættu í gær voru Tomminn, Lauginn, G-strengurinn, Hallinn, Dabbi, Doddi af hinum föstu mönnum. Svo kom Siggi með tíuþúsund kall og auðvitað fékk hann að vera með. Egill vinur hans Ívars kom með tvo menn með sér og ætla þeir báðir að vera með, svo mætti Gaui litli sem gestur, en hann meiddi sig í bibbann og gat ekki verið allan tíman. Tomminn lofar að kaupa ný vesti mjög fljótlega, í þessari eða næstu viku.

Lið Tommans var þannig skipað að Halli, Tommi, Doddi, Atli, Dabbi og Jón Á, svo skipti Dabbi júdas yfir í hitt liðið. Honum hefur líklega langað til að tapa karlanganum. En eins og fram hefur komið þá sigraði lið Tommans með yfirburðum. Nú er bara að vona að Gæi nokkur Hadda geti farið að láta sjá sig því að síðustu tveir tímar sem Tomminn hefur mætt í hafa verið full rólegir og enginn Gæi til að rífast í.

Nú er semsagt fótboltahópurinn orðinn fullur og því miður ekki pláss fyrir fleiri að svo stöddu. Sjáum til hvort einhver slasi sig, sjö níu þrettán (bank á við) Við skulum nú samt vona að allir verði heilir, að minnsta kosti fram að áramótum.

Nú er bara málið að koma skoðunum ykkar beggja á framfæri og commenta á Tommann.

Þangað til næst…..