Ofurhetja dagsins er: Captain America
Jæja, ég hef ákveðið að koma með smá krassandi slúður:
Heyrst hefur…..
![]()
að Sleggjan hafi drukkið yfir sig af rauðvíni og stigið villtan sambadans með herbergisfélaga sínum sem er af Indversku bergi brotinn.
![]()
að Dabbi Hlíðkvist aka Dabbi gulltippi sé farinn til Malasíu að reyna fyrir sér sem nærbuxna fyrirsæta.
![]()
að Steini Jobba hafi ákveðið að selja sjoppuna sína og opna súlustað á Reyðarfirði sem sérhæfir sig í innfluttum strippurum frá A-Evrópu.
![]()
að Gæi nokkur Hadda hafi reynt og reynt og reynt að komast inní eskimo models til að reyna fyrir sér sem karl fyrirsæta án árangurs.
![]()
að Sössi bumba hafi sótt um vinnu á Burger King en verið hafnað.
![]()
að Haraldur bumba sé nú fastagestur á Rabbabarnum á Patreksfirði.
![]()
að Ninni Dittu hafi ekið undir hross á vesturlandsveginum. Það þarf ekki að taka það fram að hann var á Micrunni sinni. Hvorki Ninni né Sörli frá Hofi meiddust í þessu óhappi
![]()
að Laugi Jónasar hafi yfirgefið Hólminn fyrir fullt og allt og gerst Grundfirskur ríkisborgari vegna skattafríðinda í Grundarfirði.
![]()
að Soffi hafi sést óvenju oft á Bar 11 með 4 fyrirsætur og 1 páfagauk í fylgdarliði sínu. Ruglukollurinn lýsir yfir miklum áhyggjum af þessu.
![]()
að Ísdrottningin sé ekki kölluð ísdrottningin að ástæðulausu.
![]()
að Rúna Jobba sé farin að stunda öldurhús borgarinnar af miklum krafti.
![]()
að þessi einstaklingur hafi hlotið verðlaunin “BEST KLÆDDI NÖRDINN” á Star Trek ráðstefnunni í Hveragerði um helgina.
![]()
að hinn tröllvaxni Heisi hafi gert bremsufar í brækurnar þegar hann reyndi að lyfta 220 kg í bekkpressu. Aðspurðu sagði hann að þetta væri ekkert merkilegt og kæmi oft og iðulega fyrir.
![]()
að Maggi Jobba hafi verið sektaður af Grundarfjarðarbæ fyrir hávaðamengun og gert að setja hljóðkút á Justyinn eða að kaupa nýjann bíl.
![]()
að sá sem hafi keyrt á bíl ruglukollsinns um síðustu jól hafi fundist í höfninni á Neskaupsstað. Ruglukollurinn ber af sér allan grun þrátt fyrir fyrri hótanir.
![]()
að Lognið hafi gert þau mistök að elda Asíska Kjötsúpu einn túrinn og fyrir vikið verið kjöldreginn. Ennþá er verið að leita að hundi skipstjórans.
![]()
Og að lokum hefur heyrst að Bjössi nokkur Kolla verði gerður að heiðursforseta í Sjallanum á Akureyri.
Allt efni þetta er birt án ábyrgðar um sannleiksgildi og þeim sem ætla í mál við Ruglukollinn er bent á að hafa samband við Þórarinn Sigurðsson hæstaréttarlögmann sem þessa dagana hefur í nógu að snúast vegna málsókna á hendur Ruglukollinum.
Þangað til næst……..