Þar sem að það hefur verið afskaplega lítð í gangi á þessari síðu fannst mér tilvalið að henda inn smá yfirferð fyrir árið 2019. Sem er eiginlega rökrétt framhald af síðasta pósti sem var einmitt yfirferð fyrir 2018.
Janúar:
Ég byrjaði árið að henda í þetta video af flugeldunum sem sprengdu árið inn.
Svo gekk lífið sinn vanagang… Tókum netta slökkiliðsæfinu þar sem nýjar hitamyndavélar slökkviliðsins vor skoðaðar og brúkaðar.

Við Rúna fórum til London með FSN og það var líf og fjör. Fórum meðal annars á Arsenal – Man Utd í FA cup þar sem United vann í frábærum leik.
Svo var smá myndað svona eins og gengur og gerist.

Ágætis mánuður bara.
Febrúar:
Þessi mánuður byrjaði á þorrablóti Hjónaklúbbsins eins og svo oft áður. Mikið fjör.

Svo var Sigga Hall draumurinn minn brotinn í einni svipan þegar Sansa lagði upp laupana.

Svo var farið í Grundfirsku alpana sem voru eitthvað aðeins opnir þessa daga.

Svo var myndað og bardúsast eins og venjulega.

Mars:
Kláraði þetta skemmtilega hestavideo fyrir Lýsuhólshesta… Mjög skemmtilegt verkefni.
Svo var mikið um að vera á höfninni enda framkvæmdir að hefjast á fullu…

Fór á Dylan Moran í Háskólabíó… mjög skemmtilegt

Við feðgarnir fórum að leita að norðurljósum með nýju Ray.is ljósin… geggjað flott ljós.

Kristján Freyr fór aðeins að leika sér í fjörunni við Kirkjufell á krossaranum sínum.

Ellen Alexandra hélt áfram að standa sig og var dugleg að æfa sig fyrir skólann.

Svo var einhver slatti af myndum teknar…









Apríl:
Þessi mánuður byrjaði með smá loftskiptum hérna í firðinum… Það gustaði ansi hressilega á okkur.


En að sjálfsögðu lægði aftur eins og gengur og gerist.

Við fórum norður og skelltum okkur á skíði.

Hansi og Ellen nutu sín á Akureyri.

Kíktum á nýjasta Jobbalinginn hana Hrafntinnu bjútíbínu.



Svo var haldin massa hópslysaæfing hérna á nesinu, nánar tiltekið á Kaldármelum, þar sem viðbragðsaðilar af Vesturlandi komu og æfðu viðbrögð við rútuslysi.


Við Ellen æfðum okkur í að taka myndir.

Svo eru nokkrar ljósmyndir frá apríl þar sem dagarnir voru orðnir lengri og sólin farin að dansa við sjóndeildarhringinn.






Maí:
Kristján Freyr fermdist þann 8. maí og það var yndislegur dagur í alla staði.




Eftir ferminguna var svo haldið norður í land og upp á hálendið í leit að ævintýrum.



Við Rúna tilkynntum komu nýja erfingjans sem væntanlegur var seinna sama ár.

Svo fór Ellen á fótboltamót og stóð sig frábærlega.


Svo var myndað aðeins.


Og sólin var farin að hækka á lofti og veðurblíða farin að láta á sér kræla.



Júní:
Mánuðurinn byrjaði að sjálfsögðu á sjómannadeginum og það var mikið fjör.







Leikhópurinn Lotta var með sína árlegu leiksýningu.

Við Rúna fögnuðum fermingarafmælum okkar en við eigum sama fermingarafmælisdag…

Ellen Alexandra útskrifaðist af Eldhömrum og fékk þessa fallegu birkiplöntu í útskriftargjöf.

Þá var fjárfest í nýjum bíl og 120 cruisernum skipt út fyrir 7 manna 200 cruiser.

Rúna mín var trítuð annað slagið enda glæsileg og ólétt.

Svo var farið á Ísland-Tyrkland og var það fyrsti landsleikurinn sem Ellen fór á. Leikurinn frábær og úrslitin líka.


Næst á dagskrá var svo Download festival 2019 en það var þriðja hátíðin sem ég fór á. Að þessu sinni voru það við bræður og Maggi minn Jobba og var þetta alveg geggjað.








Svo fóru snillingarnir mínir á fótboltanámskeið í Ólafsvík og fengu leiðsögn hjá Ejub.

Svo var haldið í sumarfrí á Suðurlandið til að rannsaka áhrif lúsmý á samfélag sunnlendinga.








Fórum meðal annars í Zipline sem var alveg geggjað.


Svo eru hérna nokkrar myndir frá júní og þá aðallega frá sumarsólstöðuferð á jökulinn með Hjalta og Lísu.




Júlí:
Við Rúna mín fögnuðum 10 ára brúðkaupsafmæli… var mikill skellur þegar ég komst að því að þetta héti Tin brúðkaup… Tin brúðkaup??? Come on.

Svo var haldið í Bárðardalinn í alvöru sveitabrúðkaup þar sem Steini og Heiðrún gengu í það heilaga.




Ellen Alexandra fagnaði 6 ára afmælinu með stæl.


Fór með nýja bílinn í Autocenter og lakkyfirhalningu. Mikill munur á lakki og óhætt að mæla með svona.

Græjaði smá video fyrir nýja hátækni fiskvinnslu G.Run.
Svo voru þessir meistarar duglegir að leika sér.

Svo var það bæjarhátíðin Á góðri stund…















Svo kom Siggi minn í heimsókn… Gull af manni.

Svo nokkrar myndir frá júlí…











Ágúst:
Tókum rólega verslunarmannahelgi eins og yfirleitt tíðkast… Sendi þó drónann niður á höfn til að taka myndir fyrir mig.

Steini Jobba mætti á svæðið og fjarlægði svalirnar af húsinu enda voru þær farnar að síga ansi mikið.


Við tókum smá rúnt og kíktum á Klofning og Langeyjanes.


Magni Rúnar og Ellen Alexandra tóku þátt í enn einu fótboltamótinu og stóðu sig vel.



Ellen byrjaði svo í fyrsta bekk.

Rúna mín dafnaði vel enda stutt í komu þriðja erfingjans.

Svo eru nokkrar myndir…





September:
Þessi mánuður byrjaði á að pabbi fagnaði 67 ára afmælinu sínu. Við fögnuðum með honum á Sker.

Skellti í video fyrir Grundarfjarðarhöfn..
Svo var bara fátt annað sem komst að en fæðing nýjasta töffarans en hann fæddist á Akranesi þann 17. september.












Lífið var bæði gleði og barátta en hún Begga okkar var að berjast við illvígt krabbamein þessa mánuði.

Svo eru hérna nokkrar myndir en það var ansi merkilegt að þrír nýir togarar komu í Grundarfjörð.







Október:
Fyrsta dag þessa mánaðar sigldi nýr Runólfur inn í höfnina en nokkrum dögum áður sigldu nýr Farsæll og ný Sigurborg inn fjörðinn. Alveg magnað.


Ellen missti fyrstu tönnina sína.

Svo var ansi mikið sem snerist um litla manninn.










Fór á snilldar show með Bill Bailey.

Svo komu Guðni Th Jóhannesson og Eliza Reid í opinbera heimsókn til Grundarfjarðar síðasta dag október mánaðar.





Nóvember:
Þessi mánuður byrjaði á að ég tók töluna 43 inn í líf mitt og núvitund. Við fórum norður og áttum notalega stund í Bárðardal og á Húsavík.





Fengum góða gesti í heimsókn til að kíkja á prinsinn.




Svo var hlaðið í skírn 16. dag mánaðarins.









Prinsinn fékk nafnið Breki Berg í höfuðið á fallegu frænku sinni.

Þann 23. nóvember var heljarmikil söfnun fyrir Beggu sem stóð í ströngu. Margir sem lögðu hönd á plóg til styrktar góðu málefni.



Ég fylgdist svo með snillingunum í Lions sem græjuðu jólatré bæjarins.
Desember:
Það var rosalega mikið í gangi í desember… sumt gott en rosalega mikið ekki svo gott… eiginlega bara yfirþyrmandi slæmt. Af þessum sökum leið desember eiginlega í einhverskonar móðu og þegar ég hugsa tilbaka núna þá er þetta afskaplega þokukennt enda mikið af áföllum sem dundu á okkur. Við fórum þó á Baggalút samkvæmt facebook.

Svo var einu skautasvelli skellt upp þegar veðrið bauð upp á slíkt. Mjög flott.







Svo var eitthvað verið að bardúsa við jólaundirbúning og jólastúss.




Dagarnir fyrir og eftir aðfangadag voru svo bara eitthvað rugl. Begga var flutt suður fyrir jól þar sem henni hafði hrakað mikið. Hún fékk að koma heim yfir jólin og fórum við á sjúkrabílnum og náðum í hana á aðfangadag svo að hún gæti verið heima. Annan í jólum er hún svo flutt aftur með sjúkrabíl suður og hún kom ekkert heim eftir það. Hún og Sigurbjörn giftu sig 28. desember og hún lést svo 30. desember í faðmi fjölskyldunnar. Elsku Begga… hennar er svo sárt saknað og lífið svo undarlegt á svona stundum.






Þetta súra ár var svo sprengt í loft upp á gamlárs þar sem við vorum öll saman í undarlegri stemningu.

Þangað til næst…