Unglingurinn

Það er alveg magnað hvernig aldurinn færist yfir hægt og rólega. Nú er maður kominn á hinn virðulega fimmtugsaldur en hausinn er kannski ekki alveg að átta sig á því. Nú á dögunum ákvað unglingurinn ég að prófa svokallað hoverboard sem að sonur minn á og þeysist um eins og ekkert sé sjálfsagðara.

Hér gefur að líta svokallað hoverboard.

hoverboard

Hér má svo sjá virðulegan mann á besta aldri brúka slíkt tæki.

rider

Ég ætlaði nú aldeilis að prófa þetta enda leit þetta út fyrir að vera leikur einn þegar maður horfði á soninn þeysast um á þessu.

Ég hafði frekar mikið rangt fyrir mér hvað þetta varðaði… Eftir að hafa farið upp á þetta manndrápstæki og látið Kristján leiða mig áleiðis eftir götunni ákvað ég að reyna að fara um einn og óstuddur. Það fór einhvernveginn svona….

8PbkhNs.gif

Og afleiðingarnar eru brotinn olnbogi og frekar bágborið ástand á gamla og risið frekar lágt. Hef svolítið verið að hugleiða aldurinn undanfarna daga og þarf eiginlega að átta mig á því að maður er kannski enginn unglingur lengur.

30592641_1584112571715991_8825021860329553920_n

Nú eru liðnar næstum 2 vikur frá þessari aldursuppgvötvun og ég get nánast ekkert notað hendina. Maður er víst ekki alveg eins léttur á sér eins og maður var og á þessum aldri er maður í talsvert meiri hættu á að brjóta eitthvað ef maður álpast til að detta á hausinn. Maður er ekkert að yngjast…

Ef maður horfir á björtu hliðarnar þá er ég að minnsta kosti heppinn að vera rétthentur.

Þangað til næst….

 

Advertisements

Árið 2017 í máli og myndum

Nú er enn eitt árið liðið og afskaplega lítið um að vera á þessari blessuðu heimasíðu tommi.is. En það þýðir samt ekki að maður geti ekki hent í eins og eina áramótayfirferð…

Janúar:

Árið byrjaði á heimsókn til Ara tannlæknis og þar var fyrsta ferðin hjá Ellen sem stóð sig eins og hetja.

000tannsi

Leikskólinn 40 ára og þá var partý í Samkomuhúsinu

Leikskólinn Sólvellir 40 ára (1)

Leikskólinn Sólvellir fagnaði 40 ára afmæli og þar rakst ég á þessa mynd af undirrituðum.

000leikskoli

Við strákarnir skruppum til Manchester og Burnley og tókum tvo leiki. Æðislega gaman.

Við Rúna stóðum í ströngu með hópi af snillingum í þorrablótsnefndinni. Það var alveg hrikalega gaman og þótti heppnast með þokkalegasta móti.

32638597156_b1ccd7194b_o

000þorrablot

000thorr

Febrúar:

Þessi mánuður byrjaði á smá spennufalli eftir þorrablótið enda mikið búið að vera í gangi. Toggi og Maggi Jobba sönsuðu því svona afslöppunarplanka fyrir Rúnu mína.

000bad

Mjög kósý.

112 dagurinn var haldinn hátíðlegur.

000112dagurinn

Svo var það dagur leikskólans.

000leikskolidagur

Skruppum svo í bústað upp í Munaðarnes og höfðum það kósý.

Kíktum svo á geiturnar á Háafelli

000haafell

Það var yndislegt.

Skíðasvæðið opnaði svo loksins í nokkra daga.

Skíðasvæðið opnar (3)

Svo var smellt í smá norðurljós.

33136441136_e2830922b8_o

Mars:

Það var mikið fjör í skíðalyftunni þessa fyrstu daga í mars.

Svo var líka mikið um norðurljós.

33274631735_f7498a2c54_o

Og bara bongó blíða.

32419213953_f5f363a7ba_k

000solsetur

Krakkarnir voru náttúrlega áfram í essinu sínu. Mjög gaman.

Svo voru meiri norðurljós.

000aur.jpg

Fékk svo þennan brettasnilling í fermingarmyndatöku. Það var gaman.

000baldur

Svo var farið á nokkrar æfingar svona eins og gengur og gerist.

000slokkvilid

000ithrott

Svo var smá viðtal við mig í þættinum Að Vestan á N4 stöðinni. Byrjar eftir 8 mínútur og 47 sekúndur.

Við Rúna skruppum svo í rómantíska ferð á hótel á Suðurlandinu. Það var yndislegt.

Apríl:

Fórum norður á Akureyri í skíðaferð. Kristján Freyr datt á snjóbretti og endaði á slysó. Gipsi á kappann og skíðaferðin hans búin. Við hin reyndum að gera gott úr þessu.

Svo var haldið í Klapparhús í afslöppun yfir páskana. Fórum á rúntinn upp í Námaskarð meðal annars.

Svo komu Ninni og Dagmar vestur og þá var að sjálfsögðu hent í fjölskyldumynd.

000ninni

Svo var líka bílvelta er bíll fauk útaf. Ökumaður og farþegi sluppu án teljandi meiðsla en þessi mynd vekur mann til umhugsunar.

Bílvelta við Hólalæk (4)

Maí:

Vorið komið og allt í blóma. Strandveiðin byrjuð og sumarið á næsta leiti.

34296060012_5718c9feb8_k

Siggi minn kíkti í heimsókn. Alltaf gaman að hitta þennan meistara.

000siggiminn

Aðalsteinn og Unnsteinn buðu mér með út í Melrakkaey. Það var æðislegt.

This slideshow requires JavaScript.

Við félagarnir í Slökkviliði Grundarfjarðar fórum og aðstoðuðum kollega okkar úr Borgarnesi með sinubruna við Vegamót.

Smakkaði svartbaksegg í fyrsta skipti á ævinni. Sérstakt bragð en ekki slæmt.

000svartb

Fórum aðeins og kíktum á lömbin hjá Dóru og Bárði á Hömrum.

Fjárfesti í nýjum dróna sem var töluverð uppfærsla frá þeim gamla… sem hafði þó þjónað sínum tilgangi vel.

Bæði Rúna og Kristján Freyr urðu árinu eldri þennan mánuðinn. Rúna þann 19 og Kristján þann 20. Við skelltum okkur á Rammstein í tilefni dagsins.

Fótboltinn fór af stað hjá 5. flokk þar sem Kristján Freyr og strákarnir stóðu sig vel.

Svo var einstaka góðviðrisdagur líka.

000ellenpabbi

Svo voru 25 ár frá útskrift úr Laugagerðisskóla og vorum við bekkjarsystkinin sérstakir heiðursgestir. Það er alltaf gaman að hitta þetta lið.

Júní:

Júní mánuður byrjaði á heljar miklu ættarmóti sem var haldið í Laugagerði. Þar var ansi gaman að hitta allt liðið. Byrjað var við Rauðamelskirkju, matur í Laugagerði og svo kaffi í Dalsmynni. Alveg frábært.

This slideshow requires JavaScript.

Svo fljótlega eftir ættarmótið var 40 ára afmælisgjöfin frá systkinum mínum innleist og haldið á Download festival 2017. Þetta var ógeðslega gaman og þá sérstaklega System of a down, Prophets of rage, Biffy Clyro, Aerosmith og Slayer. Alveg magnað stuð með miklum snillingum.

This slideshow requires JavaScript.

Á meðan ég var að þvælast í þessu tónleikabrölti fóru Rúna, Arndís, Kristján Freyr og Ellen Alexandra í Color Run og þótti stuð.

000cr1

Ellen tók 17 júní með trompi og fór all in í andlitsmálningunni.

00017juni

Svo var heilmikið fjör á 17. júní

00017juni1

Eitthvað um sólsetursmyndatökur.

This slideshow requires JavaScript.

Ellen og Kristján voru í stuði

This slideshow requires JavaScript.

Svo er hérna loftmynd úr drónanum

000loftmynd

Júlí:

Júlí mánuður var annasamur hjá fjölskyldunni. Byrjuðum í afmælisveislu hjá Arndísi Jenný sem varð 25 ára í byrjun júlí.

000afmaeli

Fórum upp á Jökul með Hjalta á sjálfan afmælisdaginn. Það var æði.

000arndis

Ég bjó svo til glæsilegt myndband fyrir Snæfellsnes Excursions af jöklaferðinni.

Snæfellsnes Excursion promo 4 from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Svo var það N1 mótið hjá Kristjáni Frey og félögum í 5 flokk. Þeir stóðu sig með mikilli prýði. Unnu riðilinn sinn og töpuðu aðeins 2 leikjum allt mótið. Lokuðu því með því að vinna leikinn um 5. sætið.

This slideshow requires JavaScript.

Eftir N1 mótið lögðum við land undir fót og fórum í smá ferðalag. Við byrjuðum í Klapparhúsi í almennu chilli. Fórum í myndarúnta hingað og þangað og þar stóð upp úr frábær sólsetursferð með Sigurbirni á Range Rover tröllinu upp í Suðurárbotna. Ótrúlegt svæði. Við leyfum myndunum að tala.

Steini snillingur kom með okkur í Klapparhús og við skiluðum honum svo á Ærlæk og fengum að njóta þess að vera þar í nokkra daga. Þar var heyskapur í fullum gangi og svaka stuð. Skruppum í Ásbyrgi, Dettifoss, Hljóðakletta svo eitthvað sé nefnt.

This slideshow requires JavaScript.

Ellen Alexandra fagnaði 4 ára afmælinu sínu á Ærlæk þann 16. júlí og var skellt í skúffuköku af því tilefni.

Duttum svo á Mugison tónleika á Kópaskeri til að fullkomna ferðina.

000mugi

Hérna eru svo nokkrar sólsetursmyndir og ljósmyndir úr stóru vélinni.

Svo er hérna smá myndband frá Norðurlandinu

North Iceland from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Suðurárbotnar.Running towards the sunset by Tómas Freyr Kristjánsson on 500px.com

Þegar heim var komið þá skruppum við með Gústa og Diljá upp á Kirkjufellið.

Svo var það bæjarhátíðin Á Góðri Stund með tilheyrandi látum.

Jú og svo var bannað að tjalda í vatninu 😉

000tjalda

Ágúst:

Vegna anna í vinnu þá var að sjálfsögðu ekkert farið neitt um verslunarmannahelgina en í staðinn var farið á Halló Halló Grundó sem er að verða rótgróin útihátíð á Sæbólinu. Rúna og krakkarnir fóru í Klapparhús um verslunarmannahelgina og stóðu í framkvæmdum þar.

Kristján Freyr var duglegur að hoppa í fossa og plataði pabba sinn með sér þegar við hoppuðum aðeins í Brynjudalsá.

000hoppa

Ellen Alexandra

000ellena

Helgina eftir verslunarmannahelgina fórum við til Reykjavíkur og tókum þátt í Gung Ho hoppukastalahlaupinu. Það var fínasta skemmtun. Svo var það almennt chill í höfuðborginni.

This slideshow requires JavaScript.

Ellen Alexandra hélt svo upp á 4 ára afmælið sitt með pompi og pragt þegar að leikskólinn byrjaði aftur.

000afmaeliEAT

Kristján Freyr og félagar voru sáttir með uppskeru sumarsins í fótboltanum.

000soccer

Fórum í rafting með Hirti og Hinna í Hvítá. Það var geggjað.

000rafting

Svo fórum við Kristján Freyr og séra Aðalsteinn að sulla smá. Vorum að leita að fossum til að hoppa í en fundum ekkert árennilegt.

000sulla

Kristján Freyr og Jón Björgvin gerðust fyrisætur fyrir skólablað Skessuhorns.

A31I7203-1

Skellti svo í annað myndband fyrir Snæfellsnes Excursions sem að fór víða og var vel tekið.

Rútuferðir promo 4 from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Svo var svaðaleg veisla hjá Kótilettuklúbbnum þegar við vorum með grillaðar T-bone steikur.

000tbone

September:

Byrjuðum mánuðinn á að fagna afmæli pabba. Út að borða á Bjargarsteini í tilefni dagsins.

000pabbiafm

Ellen Alexandra byrjaði að æfa fótbolta í stubbaboltanum og stóð sig vel. Hérna eru þær vinkonurnar í góðum gír.

000ellentelma

Fór smá myndarúnt að Selvallavatni og Berserkjahrauni og tók mynd af falda fossinum sem allir vita um núna enda ófáar rúturnar sem stoppa þarna.

36776020190_b10f98f902_k

The flow by Tómas Freyr Kristjánsson on 500px.com

000selvallavatn

Svo var haldið norður í Klapparhús þar sem fyrsta steypa var fyrir nýja bústaðinn sem mun rísa einhverntíma í framtíðinni.

Svo fékk litli prinsinn minn gleraugu. Hann á nú ekki langt að sækja það enda báðir foreldrar hans fyrrverandi gleraugnaglámar.

000KFTgleraugu

Október:

Eftir vsk í byrjun október fórum við í bústað í Húsafelli og nutum lífsins. Það var æðislegt.

This slideshow requires JavaScript.

Kíktum líka á Selhaga sem langafi minn byggði fyrir nokkrum árum.

000borgarf

Svo var mikið fagnað þegar að Ísland tryggði sæti sitt á HM í Rússlandi. Hrikalega flott lið.

000island

Svo fórum við til Danmerkur með Fjölbrautaskóla Snæfellinga þar sem gengnir voru ófáir kílómetrarnir. Kíktum í Kristjaníu, tívolíið og sitthvað fleira. Skruppum meira að segja yfir til Malmö.

Ellen setti upp andlit af tilefni Halloween.

000ellenhalloween

Svo voru smá norðurljós þegar við komum heim.

37913146956_75d8027dbd_k

Ellen hitti Íþróttaálfinn í Grundarfirði.

000ellenithrotta

Nóvember:

Þessi mánuður byrjar alltaf á því að ég verð árinu eldri. Kristján Freyr færði pabba sínum köku í tilefni dagsins.

000afmaeili

Svo fórum við í ferð til Ukraínu með Helenu og Smára til að finna smá innvols í eldhúsið. Það var ævintýri útaf fyrir sig.

This slideshow requires JavaScript.

Þegar heim var komið byrjaði Rúna strax að undirbúa jólin mér til mikillar armæðu. Hér eru þær mæðgur að baka lakkrístoppa.

000bakstur

Ellen Alexandra tók þátt í sínu fyrsta fótboltamóti og stóð sig með prýði. Óx með hverjum leik.

This slideshow requires JavaScript.

000EATsoccer5

Svo var veðrið hreint með ágætum annað slagið.

38633125966_5b2c4b1d6f_k38677796632_190b52b0dc_k

Desember:

Þá er það mánuður jóla, innkaupa og stress. En hún Rúna mín er snillingur og var eiginlega búin að ganga frá öllum jólagjöfum í lok ágúst þannig að við fórum nokkuð stresslaus inn í mánuðinn.

Reyndar ákvað Kristján Freyr að stanga vegg svona uppúr þurru… eða næstum því. Pabbi hans var eitthvað að bregða honum og því fór sem fór… Áfram gakk.

000gat

Skruppum líka út að leika í góða en kalda veðrinu.

Skruppum á tónleika í desember. Bæði á Baggalút og Sigurrós sem var nokkuð sérstakt en magnað.

000harpan

Jólakveðja fjölskyldunnar var með náttfatastíl.

000jol

Skruppum svo í bjöllur á aðfangadag og á gamlársdag og tókum aðeins á því. Við Rúna erum búin að vera í bjöllum í vetur og höfum bara staðið okkur vel. Rúna er reyndar á fullu í blaki líka þannig að hún tekur rúmlega helmingi meira á því en ég enda mikill jaxl.

000bjollur

Svo voru það bara áramótin þannig að þetta er allt búið að vera í topp standi.

000aramot

Þangað til næst…

 

 

 

Árið 2016 í máli og myndum

Nú er árið 2016 liðið og 2017 vel á veg komið og því kominn tími til að kíkja á liðið ár. Þetta var bara hið ágætasta ár fyrir okkur á Grundargötunni. Við skulum stikla á stóru.

Janúar:

A42A6605-1_1

Hérna er mynd frá áramótunum 2015/2016

Ég náði að skröltast á minni ónýtu hásin í smá myndarúnt en fór hvorki hratt né langt yfir.

dronekolgrafafjordur

Hérna er drónamynd yfir Kolgrafafjörð og svo drónaselfie og önnur af Kolgrafafirði fyrir neðan.selfiedrone

kolgrafafjordur

Svo skrapp ég í hvalaskoðunartúr með Láka II og gerði myndband í kjölfarið á því.

24194819042_12de4c63b9_k

Whale watching with Láki Tours from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Svo var farið á fótboltamót í Njarðvík þar sem að minn maður stóð sig með prýði.

fotboltikft

Svo voru nokkrar myndatökur hér og þar eins og þessi fyrir Krums.

24135223789_b631a9ce3a_z

Jú og krakkarnir voru bara í fínum gír…

krakkar

Febrúar:

Febrúar byrjaði með smá bakslagi í þessu hásina ævintýri mínu en ég náði að rífa hásinina aftur þann 5. febrúar og lenti því aftur á byrjunarreit með tilheyrandi þunglyndi.

hasin

Svo skruppu þeir félagar Kristján Freyr og Arnar Breki í leikhús og skemmtu sér bara vel.

billyelliot

Svo lá ég bara mestmegnis í sófanum og spilaði FIFA og fékk einstaka sinnum pabbaknús.

pabbaknus

Skíðalyftan í Grundarfirði opnaði aðeins og það var mikið fjör í brekkunum.

sledi

skidi

Svo þurfti ég að fylgja fyrrverandi bekkjarfélaga og æskuvini til grafar þegar hann Einar Hrafn Aronsson var jarðsunginn frá Kolbeinsstaðakirkju. Blessuð sé minning hans.

laugagerdi

Það var að sjálfsögðu stillt upp í smá mynd með gömlu skólafélögunum eftir jarðarförina.

Mars:

Í byrjun mars ákvað einn ólukkans háhyrningur að stranda við Urthvalafjörð.

hvalurkvalinn

kvalinnhvalur

hvalur

Ellen var dugleg að halda kaffiboð.

kaffibod

Það var farið norður á skíði og í bústað um páskana. Ellen í Hlíðarfjalli.

skidaellen

Snjóhúsagerð í Bárðardal.

snjohus

Rúna mín stóð sig vel í blakinu en Grundfirsku skvísurnar reyndu sig á móti bestu liðum landsins í efstu deild.

runa

Kristján Freyr fetaði í fótspor sjálfs Jesú Krists á árshátíð Grunnskólans.

25823216721_1099af97f3_z

Mikill áhugi á páskaeggjunum á þessum bæ.

paskar

Og svo draslaðist ég aðeins niður í fjöru með myndavélina.

26011154482_663a42235e_z

Apríl:

Sólin farin að hækka vel á lofti og vorhugur í fólki. Ellen hrikalega ánægð með skótau sem henni áskotnaðist enda í hennar uppáhalds lit.

bleikaellen

Við Kristján Freyr tókum okkur til og pimpuðum playstation tölvuna aðeins upp. Kom ansi vel út.

starwarsps4

Strákarnir í körfunni héldu áfram að gera góða hluti.

haddi

Ég myndaði fyrsta brúðkaup ársins þegar ungt par frá Bretlandi var gefið saman í Búðakirkju.

wedding

Við hittum nýjasta fallega frænda minn þegar við kíktum á hann Ólíver Ara.

oliverari

Hérna eru svo töffararnir Ívar Alex og Kristján Freyr í góðum gír.

ivaralexkristjan

Svo var komin einhver ægileg kisustemming í mannskapinn og það fjölgaði aðeins í fjölskyldunni.

kisi

Ellen varð hugfangin.

kisi2

Fór á námskeið hjá HVE á Akranesi ásamt góðum hóp.

namskeid

Skrapp aðeins út að mynda líka eftir seinni hásinaslit.

trollhals2

Byrjaði svo aftur á vöktum Eyþóri Gæa til mikils léttis og í einum túrnum hitti ég þennan öðling eftir langt hlé.

unnitommi

Og vorið var eiginlega bara komið í Grundarfirði.

26543722012_a921b443fe_z

Svo var kútmagakvöld Lions haldið með stæl.

kutmagakvold

Svo var sólsetursseasonið byrjað með stæl og ég var nokkuð duglegur á ferðinni.

26719210105_4f7dc5f49f_z

Maí:

Maí mánuður byrjaði með fótboltamóti hjá Kristjáni þegar að 5 flokkur fór á TM mót Stjörnunnar í Garðabæ. Stóðu sig vel þessir peyjar. Kristján Freyr og félagar tóku líka þátt í Íslandsmótinu í fyrsta skipti og stóðu sig mjög vel.

Strandveiðarnar byrjuðu og Ellen og afi kíktu á strandveiðibátana.

afiellen

Það var mikill vorhugur í mínum manni sem mætti niður á höfn til að veiða. Litlar sögur fara af aflatölum.

veidi

Kisurnar voru fluttar heim til okkar og Ellen var afskaplega hrifin af þeim Simba og Nölu. Hvort að sú hrifning hafi verið gagnkvæm skal ósagt látið.

ellenkisa

Svo var líka sauðburður og við kíktum í fjárhúsin á Hömrum.

saudburdur

Kettirnir vöktu mikla lukku og voru vinsælir á meðal yngri hópsins. Hérna er Eyþór Henry í heimsókn að skoða.

elleneythor

Ellert Rúnar kom og kíkti í heimsókn til okkar. Þar vakti eldhúsið hennar Ellenar Alexöndru mikla lukku.

ellertrunar

Sveinn Elmar fór með Kristjáni Frey í veiðiferð og voru ófáir kílómetrarnir lagðir að baki.

sveinnkft

Þessi elska fagnaði 35 ára afmæli í maí mánuði

runa2

Og þessi meistari varð 11 ára daginn eftir eða þann 20. maí.

kft2

Svo voru tónleikar hjá Kristjáni Frey og félögum í tónlistarskólanum og voru þeir afskaplega flottir.

26887440986_18a6da5123_z

Bekkurinn hans Kristjáns fór í vettvangsferð út á Malarrif og var það mjög vel heppnað í alla staði.

5bekkur

Ég notaði tækifærið og smellti af nokkrum í þeirri ferð.

27238583546_32403fa170_z

Tók nokkrar fermingarmyndir.

ferming

Svo var það frábært brúðkaup hjá Særúnu og Hauk.

Svo fékk Kristján Freyr viðurkenningu á útskriftinni í skólanum fyrir frábæran árangur í 5. bekk en kappinn var með 9,25 í meðaleinkunn.

kristjan

Júní:

Júní er alltaf æðislegur. Sumarið komið og allt í topp standi. Það var nóg um að vera í þessum mánuði hjá okkur fjölskyldunni. Við skruppum á frábæra bíla og verkfærasýningu á Eiði þar sem að Ellen Alexandra sat fyrir innan í felgu á traktornum hans Bjarna.

ellendekk

Svo kom leikhópurinn Lotta með sína frábæru sýningu í þríhyrningnum sem allir höfðu gaman af… bæði börn og fullorðnir.

ellenlotta

Svo skráðum við okkur í hið frábæra litahlaup sem var alveg geggjað. Ellen Alexandra er enn að tala um þetta og vill fara aftur.

This slideshow requires JavaScript.

Svo var Ísland að gera gott mót á EM í Frakklandi og eftir hinn dramatíska sigurleik á móti Austurríki tókum við skyndiákvörðun og keyptum flug til Nice í Frakklandi til að sjá England – Ísland. Við vorum svo heppin að fá miða á leikinn líka og leigðum okkur svo Airbnb á Frönsku rivierunni. Algjörlega mögnuð ferð í alla staði sem á eftir að lifa lengi í minningunni. Það var hlegið, öskrað, grátið og hreinlega misst sig í geðshræringu þegar að dómarinn flautaði leikinn af og litla Ísland hafði slegið súra Englendinga út úr keppninni.

This slideshow requires JavaScript.

Ellen Alexandra varð eftir heima og fór í frábæra útilegu með ömmu sinni og afa. Fékk að prófa mótorhjólið hans Kibba og þótti það augljóslega ekki leiðinlegt.

ellenmotorhjol

Svo fór ég í fyrstu fjallgönguna eftir hásinaslit og hafði Rúnu mína með mér til halds og trausts. Náðum fallegum sólsetursmyndum við Nónfoss og í fjörunni fyrir neðan Fellsenda.

Svo myndaði ég brúðkaup hjá Heiðrúnu og Andra og var það alveg frábær dagur. Aðstæður allar til fyrirmyndar og heppnaðist það afskaplega vel.

ferdalag16

Strax eftir Frakklandsferðina fórum við feðgarnir á N1 mótið á Akureyri og það var alveg svakalega gaman.

Júlí:

Við vorum ennþá á N1 mótinu í byrjun júlí þar sem var gríðarlega góð stemming.

Eftir N1 mótið var haldið í ferðalag um landið. Við byrjuðum á að fara austur til Egilsstaða og rúntuðum svo hálendið tilbaka og enduðum í Bárðardal. Tengdó varð sextug og var slegið upp veislu í dalnum. Mikið fjör.

Þegar við vorum fyrir austan tókum við Rúnt á Borgarfjörð eystri. Ég persónulega hafði aldrei komið þangað og var ég ekki svikinn af því. Yndislega fallegur staður og gott að vera.

28235053031_5b5644e7af_z

Þegar í Bárðardalinn var komið þá var ýmislegt dundað. Til að mynda þá hjóluðum við Rúna út um hvippinn og hvappinn… Í kringum Hamar og út í Aldey. Það var mjög skemmtilegt og krefjandi.

Einnig rúntuðum við upp í Suðurárbotna en þar hafði ég aldrei komið áður og það svæði maður lifandi… það er ótrúlega fallegt þarna og þangað ætla ég að leggja leið mína aftur.

ferdalag827673625933_b3e08357fd_z

Svo var margt annað dundað og tók ég nokkrar myndir á þessum tíma.

This slideshow requires JavaScript.

Þegar heim var komið leið ekki langur tími þangað til næsta ævintýri hófst. Þá var brunað á landsmót skáta á Úlfljótsvatni. Fengum tjaldvagninn hans Gústa bróður lánaðan og tókum eina útilegu. Mikið stuð og Kristján ofurskáti var í essinu sínu.

Eftir að við komum heim þá var bæjarhátíðin Á góðri stund og var það mikið fjör eins og alltaf.

Eftir helgina var farið í gönguferð upp á Eldborg með Þórhildi, Sigga og svo var Jón Björgvin snillingur með okkur líka.

Fékk að fylgja Hadda og Kidda að taka á móti risa skemmtiferðaskipi á föstudeginum bæjarhátíðinni.

Svo fagnaði Ellen Alexandra þriggja ára afmælinu þann 16. júlí og af því tilefni vildi hún endilega sitja fyrir í Smáralindinni.

ellensmaralind

Ágúst:

Ágúst byrjaði með einróma veðurblíðu og fallegum sólsetrum. Það var æði.

Ellen Alexandra hélt áfram að blómstra og fékk til að mynda að afgreiða með Sillu í búðinni.

Kristján Freyr var mikið í því að hoppa í sjóinn og þótti gaman að því. Hann var með einlægan aðdáendahóp með sér.

Myndaði brúðkaupið hjá þessum turtildúfum hinumegin við fjallgarðinn.

wedding1

Þessi elska gerði sig heimkomna í FSN en Rúna mín náði þó ekki að innheimta skólagjöld af henni.

kongulo

Henti í myndband frá Grundarfirði sem fór ansi víða…

Grundarfjörður from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Fórum í enda ágúst í Bárðardalinn þar sem skírnarafmæli Rúnu var fagnað ásamt brúðkaupsafmæli afa og ömmu á Húsó.

Ellen fékk afmælispartý þegar að leikskólinn byrjaði aftur og henni þótti það ekki leiðinlegt.

ellenafmaeli

Kristján Freyr fékk far með pabba sínum í sjúkrabílnum eftir einn fótboltaleikinn í Reykjavík og notaði tímann til að slaka á afturí.

sjukrabill

Svo voru það Danskir dagar í Hólminum þar sem að þessi snillingur sá um kræsingarnar… obbosins veisla.

danskirdagar

September:

Það var mikið fjör í september. Haustið mætt (og stendur reyndar ennþá yfir 10. febrúar 2017). Ég færði ástkærri tengdamóður minni mynd í tilefni af 60 ára afmælinu í sumar.

anna

Pabbi bauð til veislu þegar hann átti afmæli þann 2. september. Það var næs.

Svo var skundað í Kórinn til að berja táningapoppgoðið Justin Bieber augum. Minn maður var dolfallinn yfir þessu mæmi. Pabbinn var ekki alveg eins og hefur þegar fjárfest í miðum á Rammstein í sömu höll þar sem drengurinn fær að gera samanburð.

Jón Frímann vinur minn varð 40 ára í júlí og hélt heljarinnar veislu í september. Þar var margt um manninn og mikið fjör.

Svo var réttað í fyrsta skipti í nýju réttinni í Hrafnkelsstaðabotni.

This slideshow requires JavaScript.

Við tókum góða tiltekt í sjúkrabílaskýlinu. Þar kenndi ýmissa grasa og margt forvitnilegt tólið sem við dustuðum rykið af.

sjukrabill1

Tókum góðan hjólreiðatúr í Berserkjahrauni.

hjolatur

Og börnin voru að detta í rútínuna aftur eftir frábært sumarfrí.

Svo myndaði ég Dagný og Eymar á fallegum rigningardegi.

wedding2

Svo var norðurljósatímabilið hafið og maður skottaðist aðeins út.

nordurljosnordurljos2

Október:

Það var ýmislegt dundað í þessum mánuði en hæst ber þó að telja ferð til Nýju Jórvíkur í Ameríkuhrepp. Þangað var förinni heitið í tilefni af 40 ára afmæli þann 2. nóvember. En við vorum nú samt heima mest allan mánuðinn og þá komu þeir Ólíver Ari og Hinrik Nói í heimsókn til okkar.

ellenoliver

Það voru miklir vatnavextir í október og þarna er Kirkjufellsfoss eins og beljandi stórfljót.

Við skelltum okkur í bústað á Suðurlandinu og höfðum það gott með góðu fólki.

Þar kíkti ég á Brúarárfoss sem hafði verið á döfinni hjá mér lengi. Það var magnað.

Svo voru gríðarlega hörð mótmæli í Grundarfirði. Jafnrétti já takk.

motmaeli

Svo vorum við feðgarnir bleikir á bleika daginn.

bleikidagurinn

Svo fljótlega eftir þessa sumarbústaðadvöl var kominn tími til að kveðja krakkana en við áttum ekki eftir að sjá þá næstu 11 daga.

newyork1

Og þá var ferðinni heitið til New York. Þvílík borg. Alveg magnað að vera þarna og mæli ég með því fyrir alla. Þar er hægt að finna allt sem hugurinn girnist… Nema kannski frið og ró.

This slideshow requires JavaScript.

Við skruppum á Ground Zero. Það verður enginn ósnortinn þar. Gjörsamlega magnaður staður

newyork18

Það er svo margt að sjá þarna. Mögnuð borg.

This slideshow requires JavaScript.

Nóvember:

Þessi mánuður hófst í Airbnb herbergi í Bronx. Svo fagnaði ég 40 ára afmælinu þann 2. nóvember með stæl í New York. Geggjað alveg hreint. Byrjaði þennan mánuð á að skella mér í rakstur á alvöru barbershop í Bronx. Undarleg upplifun en miklir fagmenn sem starfa þarna.

new1

Svo var það afmælisdagurinn. Hann var geggjaður. Fórum út að borða í hádeginu á 3 stjörnu Michelin stað sem heitir Le Bernardin. Æðislegur matur svo ekki sé meira sagt. Mögnuð upplifun. Svo var farið í þyrluflug um Manhattan og endað á að ganga yfir Brooklyn Bridge. Geggjaður dagur.

Svo var sólsetrið á Manhattan einstaklega fallegt á afmælisdaginn.

30868857165_f2501a6b78_z

Restin af New York ferðinni var líka æðisleg. Við flugum svo heim 6. nóvember og lentum á Íslandi þann 7. nóvember.

This slideshow requires JavaScript.

Það var samt yndislegt að koma heim.

new12

Rúna mín var ekki lengi að byrja að jólaskreyta þarna snemma í nóvember mér til mikillar armæðu… en ég fékk engu ráðið um þetta.

new13

Við Sumarliði skruppum á Canon hátíð í Hörpunni. Hérna erum við með meistara Ottó í góðum gír.

canonhatid

Svo var það bruninn mikli á Miðhrauni. Líklega eitt stærsta útkall slökkviliðs Grundarfjarðar síðan Stöðin brann 2009. Þarna þurfti að taka á því og gekk allt vel miðað við aðstæður.

This slideshow requires JavaScript.

Desember:

Þá er það síðasti mánuður ársins sem eins og nánast alltaf er undirlagður af jólastússi og öðru veseni. Sem betur fer höfðum við Rúna (aðallega Rúna samt) græjað allar jólagjafir í New York þannig að við vorum bara nokkuð slök í desember. Byrjuðum á að fara á Baggalút með Gústa og Diljá. Þeir standa alltaf fyrir sínu.

Svo var það Mugison í Hörpunni… sjitt hvað hann er mikill meistari.

mugison

Svo var mikið jólastúss á Grundargötu 15. Myndarlegur hópur þarna.

jolaskvisur

Einar Þorvarðar í Hólminum kom og smellti upp veggfóðrinu sem við létum Logoflex græja. Kemur rosalega vel út en þetta er ljósmynd af Aldeyjarfossi eftir mig.

Dagatal Slökkviliðs Grundarfjarðar rauk út eins og heitar lummur og kláraðist upplagið í þetta skipti.

erling

Og slökkviliðið þurfti aðeins að taka á því í heimahúsi hérna í Grundarfirði. Til allrar lukku slasaðist enginn þar.

eldurmaggi

Við Rúna skruppum í bjöllur á aðfangadag með góðum hóp af fólki.

jolabjollur

Svo var það myndatakan á aðfangadag hjá okkur fjölskyldunni.

This slideshow requires JavaScript.

Jólin voru afskaplega notaleg og ljúf. Við vorum heima bara fjögur í fyrsta skipti og var það afskaplega þægilegt. Skruppum svo í heimsókn til mömmu og tengdó um kvöldið.

Tíminn á milli jóla og nýárs var líka ljúfur. Fórum aðeins út að leika með öllum Jobbunum.

Svo fórum við Ellen út að leika líka í góða veðrinu.

Áramótin voru líka með fínasta móti.

aramot

Þá er búið að stikla á stóru yfir árið 2016.

Þangað til næst…

 

Sumarið 2016

Nú er sumarið að líða og haustið nálgast óðfluga. Skólarnir að byrja og allt að detta í sinn vanagang eftir sumarfríið. Hér á eftir fylgja nokkrar myndir frá sumrinu…

The lighthouse
Malarrifsviti

Hér má sjá Malarrifsvita í maí. Smellti þessari mynd þegar
ég fór með bekknum hans Kristjáns í skólaferðalag um Snæfellsnes.

 

Rough sea
Við Malarrif

Tekið í sömu ferð.

13260053_10154252526788993_7413480521609809309_n
Bekkjarferð við Lóndranga

Svo voru nokkur sólsetrin í sumar…

Past the hour by Tómas Freyr Kristjánsson on 500px.com
Við Kverná

 

 

Midnight drawing near by Tómas Freyr Kristjánsson on 500px.com
Við Nónfoss

 

 

At the beach by Tómas Freyr Kristjánsson on 500px.com
Sólsetur við Kirkjufell

 

 

Aldeyjarfoss sunset by Tómas Freyr Kristjánsson on 500px.com
Sólsetur við Aldeyjarfoss

 

 

Calm by Tómas Freyr Kristjánsson on 500px.com
Séð yfir Grundarfjörð

Skruppum til Nice á leik Englands og Íslands í 16 liða úrslitum á EM. Líklega einhver sú magnaðasta upplifun sem ég hef lifað. Það var öskrað, það var grátið, það var hlegið… það var bara allur tilfinningaskalinn á einum leik. MAGNAÐ.

13438952_10154338900893993_6425109632058245007_n
Fyrir leik
13558626_10154338053173993_7672289754093969201_o
Hittum Bjarna, Evu Maríu, Freyju og Sölku sætu
13533033_10154338780123993_8812508597929109678_n
Fyrir utan Stade de Nice

 

13501639_10154338227768993_3964628565479449277_n
Á vellinum í Nice

Búið að vera frábært sumar. Gott veður og eitthvað um ferðalög. Fórum norður á fótboltamót og svo til Egilsstaða og svo í slökun á Bárðardal.

13516310_10154343635378993_1192581377526318083_n
Við feðgarnir á Akureyri.
13567172_10154348927338993_5998783139646555373_n
Snæfellsnes 2 eftir góðan sigurleik.

13532847_10154356100533993_8298761910826473907_n

Rúna sæta á Borgarfirði eystri.

13620182_10154358345058993_2790000593485948125_n

Við feðginin á Egilsstöðum.

13537788_10154359126983993_6737335214337211326_n

Ferðalaga selfie

13599829_10154368681928993_5146607674414794869_n
Hjóluðum aðeins í Bárðardal

Svo varð hún Ellen Alexandra 3 ára í júlí

13730946_10154387487003993_5392441677467767884_o
Hér er hún ásamt Ellert Rúnari í góðum gír.

Svo hentum við okkur á Landsmót skáta á Úlfljótsvatni. Það var mikið stuð.

13754460_10154400453573993_9058188503597564226_n
Kristján Freyr á skátamóti

Svo var það bæjarhátíðin okkar sem var hin ágætasta skemmtun.

13718758_10208540483568076_6693859010235490282_n
Í góðum gír á góðri stund

Í ágúst var rútinan hægt og rólega að detta inn. Ellen byrjaði aftur á leikskólanum og allt að detta í fasta skorður. Summi og Hrafnhildur buðu okkur í veislu á dönskum dögum og það var geggjað.

13920587_10154467816943993_7604836386116834107_n
Summi tilbúinn í að skera 8kg svínalæri ofan í mannskapinn.

Svo henti ég í smá myndband sem fór ansi víða.

Grundarfjörður from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Njótið lífsins.

Þangað til næst….
 

 

2015

Nú er árið 2015 liðið og því kominn tími til að rifja aðeins upp gang mála á þessu ári hjá okkur fjölskyldunni.

Janúar:

Árið byrjaði á hefðbundinni norðurljósaferð í nágrenni Grundarfjarðar.
Grundarfjörður

Svo birtist myndasyrpa úr Holuhrauni á einhverjum vefmiðlum úti í hinum stóra heimi og var stærsti miðillinn af þeim væntanlega Daily Mail. Það var hressandi.

Svo fórum við fjölskyldan í æðislegan bústað í Skorradal og nutum lífsins í frostinu þar.

Skorradalur

skorradalur2

Speglun á Skorradalsvatni

Febrúar:

í febrúar var aukið við menntun mína sem slökkviliðsmaður og endaði það á allsherjar verklegu prófi í reykköfunargámnum okkar.
slokkvilid

Þorrablót hjónaklúbbsins var með glæsilegasta móti.
thorrablot

Við byrjuðum að safna fyrir hjartahnoðtæki í sjúkrabílinn ásamt Lions og Kvenfélaginu.

lukas

Kristján Freyr nældi sér í verðlaun fyrir frábæran grímubúning á öskudaginn.

Mr. Simmons

Prinsessan og Beinagrindin

Mars:

Það var heilmikið um að vera í mars mánuði. Heilmikil norðurljós, brjálað veður og ég veit ekki hvað og hvað…

Grundarfjörður

Náði þá þessari norðurljósamynd í Kolgrafafirði sem er mín uppáhalds hingað til. Þetta var tekið á mögnuðu kvöldi þann 17. mars þegar ég og Hjalti Allan vorum á norðurljósaveiðum.

Aurora eruption by Tómas Freyr Kristjánsson on 500px.com

Það var líf á höfninni…

Grundarfjarðarhöfn

Frozen harbour

Og svo kom svaka skellur í veðrinu þann 14. mars.

The storm

Óveður í Grundarfirði 14. mars 2015 from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Já og svo var heilmikill sólmyrkvi þarna líka.

Fly away by Tómas Freyr Kristjánsson on 500px.com

Skelltum okkur líka á Harlem Globetrotters í Hafnarfirði.

globetrotters

Apríl:

Apríl byrjaði á frábæru páskafríi þar sem við skruppum norður á skíði.

skidi

bardardalur

Ný græja leit dagsins ljós þegar ég fjárfesti í dróna fyrir myndatökurnar. Eitt stk DJI Phantom vision 2

drone

Goðafoss

Ein af fyrstu flugtilraununum.

Flug yfir smábátahöfninni from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Kristján Freyr fór á fyrsta fótboltamót sumarsins.

soccer

Eignaðist fallegan frænda.

ivaralex

ivaraless

Norðurljósavideo

Aurora Borealis from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Maí:

Maí var æðislegur. Útskrift í FSN, Glasgow ferð, skemmtiferðaskip og almenn vor stemming. Svaka gaman. Bæði Rúna og Kristján fögnuðu afmælinu sínu og ég veit ekki hvað og hvað. Leyfi myndunum að tala sínu máli.

Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins.
Amadea

Útskrift úr FSN
Skvísur

Kristján á danssýningu.
dans

Glasgow var æðisleg
Teasing pigeons

Stirling HDR

Edinborough

glasg

glasgo

Strandveiðarnar hófust með látum.

Strandveiðar 2015 from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Átti líka mjög skemmtilegan dag með fermingarbörnunum og séra Aðalsteini.

Holy selfie by Tómas Freyr Kristjánsson on 500px.com

Júní:

Júní var sérdeilis frábær. Þar stóð hæðst Color run, Download festival, Orkumótið í Vestmannaeyjum, sólsetur og almenn sumarstemming. Enn og aftur látum við myndirnar ráða upprifjuninni.

Við hjónin fögnuðum bæði fermingarafmælum þann 4. júní. 20 ára og 25 ára.

ferming

Litahlaupið var geggjað gaman.
colorrun

colo

color

Color Run from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Download festival var líka ógeðslega gaman. Shitt hvað þetta var gaman.

dl

dlo

dlod

festi

Jökulmílan stóð fyrir sínu.

jokulmilan

Og svo var það blessað Orkumótið í Vestmannaeyjum. Það var líka mjög gaman þó svo að kappinn minn hafi lent í smá hrakförum. En leikir voru spilaðir og mörk voru skoruð og enduðu þeir mótið á að spila um bikar og enduðu sem silfurlið í sínum flokki. Helsáttir að vera kallaðir upp í verðlaunaafhendingu. Frábært mót.

slys

orku

orkum

orkumo

orkumotid

orkumotid

Og svo voru það öll sólsetrin… Þau voru æðisleg.

Kirkjufell sunset

solsetur

Og þessi prinsessa hélt áfram að blómstra.

ellen

Júlí:

Júlí byrjaði á ferðalagi um Ísland. Eistnaflug, Egilsstaðir, bústaður, hálendið, Á góðri stund, ganga á Kirkjufell og margt fleira.

Sólsetrin voru mögnuð í byrjun júlí.

Red dream by Tómas Freyr Kristjánsson on 500px.com

Last hour of daylight by Tómas Freyr Kristjánsson on 500px.com

Bird at sunset by Tómas Freyr Kristjánsson on 500px.com

Beach

Svo var haldið í ferðalag…

Fossinn Skínandi.

The waterfall in the middle of nowhere by Tómas Freyr Kristjánsson on 500px.com

skinandi

Holuhraun nokkrum mánuðum eftir að gosi lauk.

Holuhraun the aftermath by Tómas Freyr Kristjánsson on 500px.com

Ellen í Herðubreiðarlindum.

ellena

Kristján Freyr fór í gönguferð um hálendið í 3 daga með ömmu sinni.

kft

Við Holuhraun.

holuhraun

Í Drekagili.

drekagil

Hittum snillingana á Egilsstöðum.

noi

Mæðgur í Eistnaflugsgír. Rock on.

rockon

Sæta Rúna mín á Seyðisfirði

runa

Beðið eftir Kvelertak sem voru geðveikir.

kveler

Behemoth toppuðu svo frábæra Eistnaflugshátíð. Þvílíkt band.

behem

Lentum í smá bileríi á Egilsstöðum. Því var kippt í liðinn af miklum fagmönnum.

vidgerd

Og Rúna fékk nýjan nafna.

EllertRunar

Enduðum svo í slökun í Bárðardal.

From above by Tómas Freyr Kristjánsson on 500px.com

Goðafoss.

godafoss

Ellen fagnaði svo 2 ára afmæli þann 16. júlí.

eatafmaeli

Svo smá myndband af ferðalaginu.

Ferðalag 2015 from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Costa Fortuna mætti í fjörðinn en það var stærsta skipið þetta sumarið.

The view of the drone by Tómas Freyr Kristjánsson on 500px.com

Costa Fortuna by Tómas Freyr Kristjánsson on 500px.com

Svo kom önnur Jobbalína í heiminn.

kristinmaria

Svo var það bæjarhátíðin Á Góðri Stund en þar var mikið fjör og húllumhæ.

pabbiogruna

runaogellen

kibbiraudi

Svo smá myndband.

Á góðri stund í Grundarfirði from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Svo var skrölt uppá Kirkjufell í yndislegu veðri.

tommiogruna

Ágúst:

Ágúst byrjaði á verslunarmannahelginni eins og gengur og gerist… Við vorum bara í rólegheitum hérna heima og fengur til okkar góða gesti. Ýmislegt var fundið til dundurs eins og að dorga.

Hi there

Sveinn með háhyrning… eða bara fastur.

svenni

Mamma varð sextug þann 5. ágúst og ákváðum við að koma henni á óvart með sörpræs afmælisveislu að hætti hússins. Það heppnaðist líka svona stórkostlega því að hana grunaði aldrei neitt enda frekar ljóshærð þessi elska.

Þetta var klárlega besta myndin úr þessu partýi samt.

ninni

Gamla á dollunni

gamladollan

Ein hópmynd í tilefni dagsins.

hopmynd

Svo var náttúrulega myndað áfram… Hérna er loftmynd af Kolgrafafirði.

Kolgrafafjörður

Þúfubjarg.

Þúfubjarg by Tómas Freyr Kristjánsson on 500px.com

Dritvík.

The Black Gate by Tómas Freyr Kristjánsson on 500px.com

Ein myndasmiðsselfie

selfie

Svo var farið á tónleika… Hér erum við hjónin á Kings of Leon.

kol

Og við feðgarnir á Queen Extravaganza í Hörpunni.

queen

Kristján stóð sig svo vel á síðasta fótboltamóti sumarsins.

soccer

September:

Það var mikið líf og fjör í september. Við fórum í ferðalag til Tyrklands í tilefni af sextugsafmæli mömmu og það var alveg afskaplega ljúft. Allt liðið naut sín og sleikti sólina í Bodrum… Hrikalega næs.

tyrkland

Þessum fannst ekki leiðinlegt.

turkie

Í rennibrautagarðinum.

aquapark

Ég fékk far með þessum meistara.

jetsky

Já september var æðislegur og þá sérstaklega Tyrklandsferðin enda stóð hún eiginlega uppúr eftir allt árið. Þegar heim var komið tók rútínan við.

Október:

Já Október var ekki búinn að vera lengi við líði þegar á reyndi. Þann 4. okt fórum við feðgarnir saman í fótbolta og þegar langt var liðið á tímann í íþróttahúsinu heyrði ég smell og fannst eins og einhver hafi sparkað aftan í hægri ökklann á mér. Ég sneri mér við og sá engan þarna nálægt og átta mig þá á því að ég hafði slitið hásin takk fyrir. Fékk far með sjúkrabílnum niður á heilsugæslu þar sem að doksi skellti mér í gipsi. Ég fór svo til bæklunarlæknis 2 dögum síðar þar sem ég fékk annað gipsi sem átti að vera á í fjórar vikur og leiðbeiningar um mikla sófasetu næstu vikurnar. Fifa varð besti vinur minn.

Maggi minn að búa um mig.

gipsi

Þessi hélt bara áfram að vera prinsessa þrátt fyrir hrakfarir pabba síns.

ellensaeta

Myndatökur voru á sögulegu lágmarki í okt og reyndar nóvember líka en maður rétt staulaðist svosem í þessa helstu viðburði hér í bænum.

Nóvember:

Þessi mánuður byrjar alltaf á að ég verð árinu eldri og eru þau samtals orðin 39 núna. Obbosins hvað tíminn líður. Einnig losnaði ég við gipsið og fékk spelku. Það var mikill munur því nú gat ég staulast um án þess að nota hækjur og mátti stíga í fótinn. Svo var hrikalegur kostur að geta tekið spelkuna af og farið í bað án þess að vera með fótinn uppúr baðkarinu. Forréttindi.

Afskaplega þægilegt að geta klórað sér sem reyndist erfitt með gipsið góða.

spelka

Laugagerðisskóli varð 50 ára og skruppum við í heimsókn þangað.

laugagerdisskoli

Svo var bíllinn upgreidaður… Kian seld eftir 3 ára afbragðs þjónustu og fjárfest í 120 cruiser.

cruiser

Kristján fór á fótboltamót og nú í 5. flokk.

5flokk

Desember:

Jólamánuðurinn sjálfur. Losnaði úr spelkunni og fékk að standa á eigin fótum. Þetta var svolítið vont og er enn að venjast. Þetta hlýtur að lagast á nýja árinu. Þetta þýddi líka að ég fór aðeins að taka myndir og staulast um í góðum gír.

Hérna erum við í smá útivistarstemmingu.

uti

Sá Star Wars episode VII eftir langa bið… Hún var awesome.

sw

Fór nokkra ljósmyndarúnta.

Kirkjufell

Ellen og Telma voru æðislega fínar á jólaballi.

ellenogtelma

Kristján Freyr stóð sig vel á jólatónleikum.

kftguitar

Jólin voru svo yndisleg með öllu sínu áti og vellíðan. Hérna er mynd af okkur á aðfangadagskvöld.

adfanga

Rúna gaf mér svo ferð í íshellinn í Langjökli í jólagjöf og skelltum við okkur upp á jökul þann 28. desember. Það var geggjað.

Harsh conditions

Into the glacier by Tómas Freyr Kristjánsson on 500px.com

Cool portrait

Into the glacier

Áramótin voru svo með besta móti og hérna er mynd sem við tókum á gamlárskvöld.

Happy new year

Óska ykkur öllum farsældar á árinu 2016.

Þangað til næst….

Sumarið kom og fór

Í dag er eitt ár síðan við Sumarliði vorum að þvælast uppi á hálendi Íslands að mynda eldgosið í Holuhrauni. Nánar má lesa um það hér.

Í sumar var mikið um að vera. Við Rúna fórum til Glasgow ásamt góðum hópi fólks úr Fjölbrautarskóla Snæfellinga. Þar var ýmislegt brallað eins og gönguferð um hálendið, skólar heimsóttir og smakkað á nokkrum öl.

Glasgow cathedral

The wall

Teasing pigeons

The hiker

Fljótlega eftir heimkomuna frá Glasgow þá skelltum við Rúna og Kristján Freyr okkur í The Color Run í Reykjavík. Það var alveg hrikalega gaman og Kristján lék á alls oddi.

Color Run from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Svo var það Download festival í júní. Við Gústi, Ninni og Erling skruppum til Englands og komum okkur fyrir í smábænum Loughbrough. Tilefnið var hin stórkostlega rokkhátíð Download Festival. Þar rættist gamall draumur þegar ég sá Kiss stíga á stokk á lokakvöldinu. Annars var þetta frábær hátíð en hæst bar að nefna headline böndin Muse, Slipknot og Kiss en það voru fleiri stórkostleg bönd þarna eins og Clutch, The Darkness, Mötley Crue, At The Gates, Parkway Drive og svo mætti lengi telja. Þetta var ótrúlega gaman.

DL2015

DL2015

DL2015

Fljótlega eftir komuna frá Englandi tók hið hefðbundna íslenska sumar við sem var með ágætasta móti. Falleg sólsetur, Fótboltamót, ferðalög og þess háttar. Leyfi myndunum að tala sínu máli.

Red cloud

Enjoy the sunset

Golden hour

Hi there

Birkir
Kristján Freyr hitti Birki Bjarnason

meiddur
Við Kristján fórum á Orkumótið í Eyjum og annar okkar þurfti smá aðhlynningu

orkumotid
Orkumótið var samt rosalega skemmtilegt

kirkjufell
Við Rúna og Gústi fórum upp á Kirkjufell

skinandi
Kíkti á fossinn Skínanda

Skínandi

Í júlí fórum við svo austur í ferðalag. Fórum á Eistnaflug þar sem að Kvelertak stóð algerlega uppúr. Líklega eitt svalasta live band sem ég hef séð að öðrum ólöstuðum á þessari frábæru hátíð.

eistnaflug
Við Gústi að bíða eftir Kvelertak

rockon
Mæðgur gera rock on með misjöfnum árangri

Hér má svo sjá smá myndband sem ég sullaði saman eftir ferðalagið.

Ferðalag 2015 from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Fórum líka í nafnaveislu hjá litlum prins.

ERS
Rúna fékk annan nafna

KMM
Svo kom önnur gullfalleg jobbalína í heiminn sem síðar fékk nafnið Kristín María

Svona er sumarið búið að vera og nú styttist í Tyrklandsför fjölskyldunnar en í tilefni 60 afmæli múttu gömlu var ákveðið að kíkja á sólarströnd. Nánar um það síðar.

Þangað til næst….

Vorið á næsta leiti

Jæja það er búið að vera ákveðin deyfð yfir þessari blessuðu síðu upp á síðkastið. Síðasti pistill var einhver áramótayfirferðarpistill frá því í byrjun janúar og nú er bara allt í einu kominn 16. apríl eins og ekkert sé sjálfsagðara. Ekki það að það hafi ekki nóg verið í gangi hérna í Grundarfirðinum en við skulum hlaupa yfir það helsta…

Þann 10. janúar fórum við fjölskyldan í bústað upp í Skorradal til að ná jóla og áramótastressinu úr okkur. Það var æðislega kósý enda einstaklega fallegur staður.

Í janúar varð ég svo þess heiðurs aðnjótandi að fá nokkrar myndir birtar í Daily mail frá eldgosinu í Holuhrauni. Að sjálfsögðu kom frétt um það í Skessuhorninu

Í febrúar tókum við verklegt slökkviliðspróf og fengum löggildingu sem slökkviliðsmenn eftir það.

Tommi

Og einnig var farið á 50 þorrablót hjónaklúbbsins.

tommiogruna

Svo fórum við í söfnun á Lucas 2 hjartahnoðtæki. Frétt af vef Skessuhorns.

lucas

Öskudagurinn var tekinn með trukki…

Mr. Simmons

ellen

Í mars var mikið myndað og enda mikið í gangi… Norðurljós og rok.

Grundarfjarðarhöfn

Frozen harbour

runa

Rúna mín var náttúrulega að massa það í blakinu þessi elska.

Svo kom náttúrulega kolvitlaust veður annað slagið en það versta var 14. mars.
The storm

Óveður í Grundarfirði 14. mars 2015 from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Svo kom þessi brjálaða norðurljósasprengja þann 17. mars síðastaliðinn.

Aurora Borealis from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Alveg magnað helvíti.

Svo var náttúrulega blessaði sólmyrkvinn.

Við Rúna og Kristján Freyr skelltum okkur á Harlem Globetrotters. Mikið fjör þar.

globetr

globetr2

Um páskana skruppum við svo norður. Skíðuðum á Akureyri í 2 daga og vorum í góðu yfirlæti hjá Svenna og Þórhildi. Fórum svo á Húsavík í eina nótt og svo 3 nætur í Bárðardalinn. Yndislegt alveg hreint.

hlidarfj

hlidarfj2

godafoss

aldey

Svo lét ég verða af því að fjárfesta í dróna enda með tækjalosta á háu stigi. Splæsti í Dji Phantom 2 vision+ kvikindi. Magnað tæki alveg hreint.

drone

Fyrsta flugið from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Flug yfir smábátahöfninni from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Svo skruppum við til Reykjavíkur um daginn og kíktum meðal annars á litla frænda minn sem er æðislega fallegur.

gustavsson

Ætli maður láti þetta ekki duga í bili enda vafalaust langt í næsta blogg…

Þangað til næst…

2014

Jæja þá er komið að árlegri áramótayfirferð yfir árið sem nú er nýliðið.

Janúar:

Svo virðist sem að maður hafi verið sultuslakur í janúarmánuði. Samkvæmt lauslegri yfirferð yfir myndasíður og samfélagsmiðla frá þessum tíma þá virðist maður hafa mest verið að pirra sig á gengi Man Utd og David Moyes. Tók þó nokkrar myndir að venju. Fór í hvalaskoðun og sitthvað fleira. Hún Rúna mín var komin með nóg af retro lookinu á baðherberginu og lá draumkennd yfir teikningum af nýjum kamri.

Bjarnarhafnarfjall

The swimmer

Whale watching

Febrúar:

Í febrúar byrjaði Rúna mín að vinna eftir sitt fæðingarorlof og við tók fæðingarorlof hjá mér… Það var ansi ljúft að vera með litla engilinn minn heima. Kristján Freyr fór á fótboltamót í Keflavík og stóð sig með mikilli prýði. Við byrjuðum að taka baðherbergið í gegn og fluttum inná pabba á meðan það var í gangi enda bara eitt baðherbergi í húsinu. Náði einhverjum myndum inní flickr explore sem mér þykir alltaf jafn gaman.

1622196_10152310869553993_302741837_n

Center of attention

Searching

Kolgrafafjörður

The shot

Mars:

Áfram héldu framkvæmdir á baðherberginu á Grundargötu 68. Ellen Alexandra skrapp í ungbarnasund í Stykkishólmi og enn fleiri myndir litu dagsins ljós. Tímabilið fór formlega af stað hjá Grundarfirði með þátttöku í lengjubikarnum undir handleiðslu hins ómótstæðilega Begga Sveins. Veðrið lék við okkur eins og sést á nokkrum myndum hérna fyrir neðan en það blés all hressilega nokkrum sinnum.

1891071_10152338026398993_1623979323_n

1959295_10152339136453993_1479488342_n

Minion

Rough weather

Birds

Apríl

Vor í lofti og mynd farin að koma á baðherbergið. Myndaði brúðkaup og fermingarbörn. Moyes rekinn frá Man Utd flestum til mikillar gleði og Giggsarinn tók við fram á vorið. Hún Rúna mín var í kosningastússi en við hin vorum bara farin að hlakka til sumarsins sem var á næsta leiti.

10171761_10152416224123993_8491127939344343403_n

Gone fishing

Waiting

Pink

Maí

Afmælismánuður Rúnu og Kristjáns. Vorið komið, strandveiðar, dagsbirta, æðislegur tími. Varð svo heppinn að fá að fljóta með séra Aðalsteini og Unnsteini út í Melrakkaey í eggjatöku. Það var æðislegt. Náði nokkrum frábærum fuglamyndum þar. Náði líka sagnameistaranum mikla honum Inga Hans í hrókasamræðum við Súlu nokkra í fjörunni. Man Utd náði sínum lélegasta árangri síðan elstu menn muna en þeir enduðu í 7 sæti.

Sagnameistarinn og súlan

Lundi

The harbour

Júní:

Þvílíkur mánuður… oooohhh maður lifandi. Fæðingarorlof og HM. Það bara gerist ekki betra. Þeir voru teljandi á fingrum annarar handar leikirnir sem ég missti af. Skruppum til Danmerkur í æðislega ferð ásamt Magga, Dagný og fjölskyldu. Vorum þar í góðu yfirlæti hjá Magga Sjonna, Arndísi, Ólöfu og Dúddu. Kristján Freyr fór á Blönduósmótið og skemmti sér konunglega. Frábær mánuður. Smá brúðkaupsmyndarí þegar ég myndaði brúðkaup Röggu og Marínós ásamt öðru sem á daga okkar dreif í mánuðinum.

10421150_10152591773966392_88087441427818849_n

Legoland

Kristján Freyr

Newlyweds

10372081_10152549832373993_8003540770734855393_n

10477882_10152549830433993_7855303610521336962_n

Júlí:

Þetta var líka frábær mánuður. Fórum hringinn í kringum landið ásamt því að skreppa upp á hálendið og snuðra þar aðeins. Lesa má um þetta allt í júlíblogginu. Skrapp með Ninna á Eistnaflug í þessu ferðalagi. Æðislegt alveg hreint. Ellen varð 1 árs í ferðalaginu… Í Réttartorfu til að vera nákvæmur. Á góðri stund var þarna einhversstaðar líka. Mikið fjör og mikið gaman.

10306637_10152626109333993_7965772826671053409_n

10429860_10152612233478993_8145488807414131107_n

Final resting place

Father and son

Top of the world

Ágúst:

Í ágúst var ég mikið að dunda mér við videoklippingar. Var með efni úr ferðalaginu og bjó til nokkur myndbönd. Allt að komast í fastar skorður. Fæðingarorlofið klárast. Skólinn að byrja og haustið nálgast. Eldgos byrjar á hálendinu. Skrapp upp á Kirkjufell með nokkrum meisturum. Ellen byrjaði í aðlögun í leikskólanum og gekk það svona líka glimrandi vel.

Gangan á Kirkjufell from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Embracing the sunset

Grundarfjörður

September:

Þessi mánuður var frábær. Dagana 3. og 4. september fórum við Summi upp í Holuhraun og mynduðum eldgosið í bak og fyrir. Með því magnaðara sem ég hef upplifað. Geðveikt alveg hreint. Við gistum í Klapparhúsi í 2 nætur og keyrðum upp á hálendið á milli. Þetta var mikið ævintýri. Fór á rokkjötna með frábæru fólki. Myndaði yndislegt brúðkaup Ragnars og Guðrúnar. Lífið að komast í fastar skorður hjá Rúnu, Kristjáni og Ellen og regla komin á hlutina.

Holuhraun panorama

Eldgos í Holuhrauni from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Eldgos í Holuhrauni Timelapse from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Summi

Hot lava

Ragnar Smári og Guðrún Hrönn

Október:

Október var flottur mánuður. Allt í föstum skorðum. Ellen í leikskólanum, Kristján í skólanum og við Rúna í vinnunni. Smá norðurljósamyndarí ásamt fleiru. Kristján fór á Keflavíkurmótið og stóð sig vel þar eins og á öðrum knattspyrnumótum.

Kirkjufell

10421577_10152869026428993_3871211289129194682_n

Nóvember:

Það er alltaf sama sagan þennan mánuðinn að hann byrjar alltaf á að ég verð árinu eldri. En það er víst bara gangur lífsins. Ég þurfti að hafa Rúnu í handbremsu allan þennan mánuð svo að hún myndi ekki henda jólaskrautinu upp fyrir afmælið mitt. Náði að hemja hana til rétt rúmlega 20. nóv. Nýtti tímann í smá myndatökur eins og gengur og gerist.

Calm harbour

Ellen

Kirkjufell

Norðurljósin from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Grundarfjörður

Aurora explosion

Desember:

Þá er það hinn nýliðni desember en það markverðasta sem gerðist í honum er að ég uppfærði myndavélina mína. Splæsti í Canon EOS 5D Mark III og þvílík græja maður lifandi. Náði að festa bílinn helvíti hressilega þannig að Klakkur björgunarsveit þurfti að kippa mér upp. Við í slökkviliðinu gáfum út dagatal eins og venjulega. Fór með 3 snillingum til Manchester þar sem við sáum Man Utd rúlla yfir Liverpool 3-0. Það var alveg frábær ferð. Rúna mín fór til Boston sömu helgi og ég var í Manchester og krakkarnir því hjá tengdó á meðan. Áttum yndisleg jól í miklu sukki og svínarí (matarlega séð). Við höfðum það eiginlega allt of gott.

1723168_10152987210503993_5749433095001603847_n

10407497_10153006325303993_135563553022429620_n

10676276_10153000117968993_1309479128748306000_n

10858356_10152979302483993_6165224590917843972_n

10858425_10152980671158993_1217432543946629986_n

Aurora selfie

Þá er það bara spurning hvað 2015 ber í skauti sér en það mun koma í ljós.

Gleðilegt nýtt ár allir saman.

Þangað til næst….

Saddur

Jæja jólin eru búin að fara vel með mann. Hver steikin á fætur annari sem rennur niður kokið í bland við konfektmola og jólaöl. Ég er eiginlega búinn að gleyma því hvernig það er að vera svangur á þessum síðustu og verstu tímum. Maður fer saddur að sofa og vaknar saddur hvernig sem stendur á því. Ætli maður sé farinn að éta í svefni líka? Það er spurning.

Rétt fyrir jólin lét ég verða að því að fjárfesta í annari myndavél. Skipti Canon 5d mark II upp í notaða Canon 5d mark III vél og borgaði slatta á milli. Þetta er mikið skref enda mark III vélin vangefið flott… er enn að spuglera í fókuskerfinu á henni.

Aurora selfie

Hendi í eitt stk áramótaannál við fyrsta tækifæri.

Þangað til næst…