Við förum vestur um helgina. Um að gera að kíkja heim í heiðardalinn áður en ungbarnasundið byrjar á fullu hjá Kristjáni Frey.
Nú er höfðinginn hann Jón Frímann búinn að selja ofan af sér húsið og er fluttur inn til okkar Rúnu. Hann fær eina herbergiskitru gegn því að hann verði alltaf úti á sjó og láni okkur sjónvarpið og heimabíóið um ókomna framtíð. Þetta er sæmilegasti díll. Nú erum við búnir að setja upp heimabíó og allann pakkann og svo loksins þegar ég verð búinn að modda nýju x-box vélina og tengja hana við heimatölvuna og heimabíóið þá þarf ég aldrei aftur að fara út úr húsinu. Ef það væri ekki fyrir þessa bévítans vinnu sem skemmileggur allt. En maður verður víst að hafa efni á að borga af kofanum sem maður býr í.
PSP tölvan mín er snilld. Þvílík grafík í þessu tæki. Þvílíkar framfarir síðan þessar litlu leikjatölvur voru hérna í denn. Gameboy og sega mega og hvað þetta hét allt saman. Þetta er eitthvað annað en donkey kong og félagar.
En nú er komið nóg í bili
Þangað til næst….