Rugl dagsins er: Sjóarablogg af

Rugl dagsins er: Sjóarablogg af lengri gerðinni

Sjóarasaga dauðans.

Fimmtudagurinn 20/11 2003

Kem vestur seinnipartinn og byrja á því að kíkja í heimsókn til mömmu gömlu. Þar er barasta Gústi Alex og einhver hundakvikindi sem eru reyndar ofboðsleg krútt. Tek til sjógallann minn ásamt Ninnsternum og þá rennir mamma gamla í hlaðið nýbúin að keyra á eitt stk rollu hehehe. Klaufi.
Kvíðahnúturinn í maganum á mér er farinn að pirra mig á þessum tímapunkti enda stutt í brottför og veðrið var frekar leiðinlegt. Skítarok og kaldi. Tomminn hefur nú oft verið þekktur fyrir að vera sjóveikur í skítaveðrum. Mæti til skips kl 20:00 og fer með sjógallann minn í stakkageymsluna og geng frá draslinu mínu í klefann hans Soffa. Klæði mig svo í gallann og við förum að taka ís. Stend eins og asni á dekkinu og veit ekkert hvað er í gangi þegar kallarnir eru að bæta trollið og vesenast eitthvað, enda hefur Tomminn aldrei verið á fiskitrolli. Rúnar skipstjóri segir Tommanum bara að fara niður í lest að trufla Agga. Tomminn mætir í lestina og reynir að gera eitthvað gagn og tókst það bara ágætlega held ég. Svo um tíu leytið voru landfestarnar leystar og haldið var af stað. Tommanum leyst ekkert á blikuna þarna því veltingurinn var mikill. Strákarnir sá það alveg og sögðu mér bara að fara í koju sem og ég gerði.

Föstudagurinn 21/11 2003 og restin af túrnum

Tomminn er ræstur um nóttina því þá var trollið látið fara. Tomminn fer á dekk og lætur helvítis Hólmarakvikindið hann Gumma Ammelín segja sér til hehehe (nei nei Ammelín er fínn gaur og var góður að deila klefa með Tommanum) Tommi gerði eins og honum var sagt og gekk þetta bara bærilega. Vaktirnar er þannig að maður stendur í 16 tíma og á svo 8 tíma á frívakt. Tomminn var á vakt frá fjögur á daginn til kl átta á morgnana. Togað var í c.a fjóra tíma og á meðan gat Tomminn lagt sig aftur enda ekki sá hressasti á þessum tíma. Svo var Tomminn ræstur um sex leytið og trollið var híft. Tomminn fer á dekk ásamt Agga, Gumma Ammelín og Gamla skápnum (sem heitir reyndar Björgvin og er fínasti karl). Trollið er híft og er einhver slatti í því. Aflinn er látinn fara niður í móttöku og trollið látið fara aftur. Á þessum tímapunkti er Tomminn frekar fölur og fámáll enda hálf slappur og flökurt sökum veltings. Tomminn fer niður á millidekk og aðgerðin hefst. Tomminn er settur í það að slíta innyfli, lifur og svoleiðis drasl úr fiskinum og byrjar Tomminn með miklum látum. Strákarnir eru eitthvað að röfla en sökum sjóveiki er Tomminn fámáll og gefur þeim lítinn gaum. Reyni að anda ofan í stakkinn þar sem að lyktin fór eitthvað illa í mig og er byrjaður að svitna ískyggilega mikið á enninu. Líklegast hefur ástand mitt ekki farið fram hjá neinum og Gummi Ammelín sá nú alveg hvernig mér leið þarna og spyr hvort ég sé eitthvað slappur, ég kinka kolli til hans og er samt jafn fámáll. Þá finn ég hvernig velgjan í maganum á mér fer að leyta upp og kaldi svitinn á enninu á mér fer að brjótast fram með meiri áfergju, þarna var það orðið óumflýjanlegt að Tomminn þurfti að æla því c.a. hálft tonn var eftir í móttökunni. Gummi sér þetta og spyr hvort ég þurfi að æla og þá kinkar Tomminn kolli, Ammelín bendir á lensidælubrunninn og Tomminn ríkur þangað. Finn þá hvernig kvöldmaturinn hennar Sylvíu systur brýstu upp hálsinn og fyllir munn og nef, Tomminn æðir að brunninum og lætur drullumallið leka ofan í brunninn með tilheyrandi hljóðum. Tomminn tekur nokkrar góðar gusur og þvílík velllíðan, þær eru fáar tilfinningarnar sem eru betri en að vera nýbúinn að æla þegar maður er sjóveikur. Tomminn mætti stálsleginn aftur að aðgerðaborðinu og hóf að slíta innyfli af miklum krafti, en velgjan var fljót að koma aftur og Tommanum varð fljótt flökurt aftur. En aðgerðin kláraðist tímanlega og Tommin var búinn í aðgerð um sjö leytið. Þá var klukkutími í frívakt og Tommi fékk að fara í koju. Helvíti fínt, náði að sofa af mér sjóveikina og vaknaði stálsleginn kl þrjú á föstudeginum. Ekki varð Tomminn meira sjóveikur þennan túrinn sem betur fer. Meira segja kom skíta bræla um helgina en Tomminn fann ekki fyrir því. Gat étið eins og hestur það sem eftir var túrs.
Annað en Tomminn var vanur um borð í Grundfirðing að þá var Nilli kokkur sífellt að hvetja mann að vera að éta, Maður mátti vaða í allt í ískápnum og búrinu Tomminn lét nú ekki segja sér það tvisvar. Fann rjómaís í frystinum sem að var kláraður í þessum túr. Mig minnir nú að Gamli skápurinn hafi verið sá eini sem fékk ís fyrir utan mig hehehe. Maður mátti drekka gos eins og maður gat sem er nú ekki þekkt á öðrum skipum, algjör snilld.

Áhöfnin á Sóley SH 124 er gríðarlega fín. Tomminn og Gamli skápurinn voru hásetar, Aggi netamaður, Gummi Ammelín er vélavörður, Fjalar vélstjóri, Nilli snilli er kokkur, Gummi Snorra stýrimaður og Rúnar skipstjóri. Allt saman topp náungar fyrir utan að sumir þeirra hafa þann mikla galla að vera ættaðir úr Hólminum.
Maður gat setið uppi í brú og hlustað á rokktónlist með skipstjóranum, Ekki margir sem eru með tónleika í brúnni eins og Rúnar Magg. Allir sýndu þeir mikinn skilning á að Tomminn var ekki vanur troll veiðum og voru allir duglegir að segja manni til og hjálpa manni þannig að þetta gekk allt saman vel. Aflabrögð voru allt í lagi en hefðu mátt vera betri, en svona er þetta bara stundum. Við lönduðum c.a. 80 körum eða 2 litlum gámum og svo kemur það bara í ljós hvaða verð fæst fyrir það.
Reyndar hafði Gummi Ammelín það á orði að það væri miklu betra að hafa mig sjóveikann heldur en hressan því þá væri ég ekki alltaf rífandi kjaft. Hehehe en Ammelín varð ekki að ósk sinni í þetta skiptið því Tomminn var hress, síétandi og sírífandi kjaft það sem eftir lifði túrs hehehe.

Skipið kom í land kl átta á miðvikudagsmorgninum og þá var landað og tók það c.a tvo og hálfann tíma og þá var þetta ævintýri úti. Tomminn fékk far með skipstjóranum í bæinn aftur og svo eru það bara síðustu skóladagarnir og svo bara prófin. Helvítis vesen.

Hérna eru svo nokkrar myndir en restin af myndunum eru inni á myndasíðunni (linkurinn hér til hliðar)
Trollið tekið
Kokkurinn gat galdrað fram dýrindis máltíðir
Tomminn með furðufisk
Nilli að sýna okkur fölsku tennurnar 🙂
Kallinn í brúnni
Jökullinn
Bræla
Maður var nú ansi þreyttur oft.
Aggi að horfa á, ja hvað haldiði hehehe

Þangað til næst……

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s