Lag dagsins er: New Born

Lag dagsins er: New Born með Muse

Vá er orðið sem er Tommanum hugfallið núna, Vá er eina sem maður getur sagt við þessari snilld. Tomminn var semsagt að koma af tónleikum með bresku hljómsveitinni Muse og þvílík andskotans snilld. Þetta var rosalegt. Mínus byrjaði að hita upp og þeir voru rosalega góðir og stóðu sig vel. Mikill fýlingur þegar þeir tóku Romantic Exorcism, My name is Cocaine og The Long Face. Þeir semsagt hituðu mannskapinn upp en það var ekkert miðað við það sem fólkið átti í vændum.

Þegar Muse steig á sviðið var eftirvæntingin orðin mikil og ekki varð maður fyrir vonbrigðum, þvílík hljómsveit, Tomminn á barasta engin lýsingarorð til að lýsa þessu. Þessir tónleikar fara pottþétt á topp 3 listann yfir þá tónleika sem Tomminn hefur sótt. Hver slagarinn rak annan og Tomminn skríkti eins og smástelpa á milli þess sem hann kláraði raddböndin í að syngja með. Hérna kemur smá sýnishorn en myndirnar eru komnar inn á myndasíðuna.

Þangað til næst…..

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s