Lag dagsins er: The Sun

Lag dagsins er: The Sun Always Shines On TV með AHA

Smá pæling, þegar tveggja metra maður liggur í sófanum á Joe Boxer buxum einum fata og spilar tölvuleik sem er ætlaður fyrir þroskahefta og tekur það nærri sér þegar “kúlurnar hans” detta ofan í mark andstæðingana. Hvernig á maður þá að bregðast við??? Á maður að hugga hann og horfa fram hjá því að hann gæti kramið á mér hauskúpuna með annari hendi eða á maður að gera grín að þessar hegðun hans og horfa fram hjá því að hann gæti kramið á mér hauskúpuna með annari hendi eða á maður bara að líta fram hjá þessu og vona að hann fari bara að spila FIFA 2004?? Hvað finnst ykkur?

Já svo að Latínó frekjan frá Púrtó Ríkó vann skáta herfuna í Sörvævor í kvöld. Ég varð nú hálf feginn því að einhvern veginn fór þessi gamla skáta herfa ægilega í taugarnar á mér með þessu stanslausa andskotans væli að reyna að vera sæt og góð, gubb. Hennar helstu mistök voru að taka ekki hinn svala Jonní Ferplei með sér í úrslitin því að ekki átti hann nú marga vini þarna í djurí dútí. Mig er nú farið að hlakka svolítið til að sjá þetta Sörvævor olstars sem er í bígerð, þar mæta margir af mínum uppáhalds gæjum, t.d. Colbí úr Ástralíu Sörvævor, Rupert sem hefði mest átt skilið að vinna núna en karl greyið átti nú aldrei séns og svo uppáhalds gaurarnir úr Sörvævor í Afríku, þeir Lex og Geitabóndinn og nafni minn hann Big Tom og svo að sjálfsögðu Ethan Z sem var að hans sögn atvinnu maður í tuðrusparki og sýndi oft góða takta þar. Þetta verður ábyggilega fínasta sería.
Hvernig væri svo að hafa Sörvævor Iceland hmm? Henda einhverjum úrvalslýð af heimskum ameríkönum upp í snjótroðara og skilja þá eftir upp á vatnajökli með 1 kíló af hertum þorskhausum, held að það myndi slá í gegn hehehe.

Var líka að koma úr bolta þar sem að ég Íbbi og Atli vorum saman í liði og náðum barasta helvíti vel saman hehehe, fínasti bolti þar á ferðinni, töpuðum reyndar einum leik en ég kenni hinum strákunum um það þar sem “þeir” nenntu aldrei að hlaupa í vörn, ég var að sjálfsögðu í sjálfskipuðu hlutverki frammliggjandi framherja sem átti að hlaupa sem minnst og hanga mikið við mark andstæðingana til að fá í sig boltann hehehe.

Jæja, nenni ekki að röfla meira, það má geta þess að tveggja metra sambýlingurinn liggur nú í sófanum, er búinn að skipta um stellingu sem særir blygðunarkennd mína og spilar einhvern fáránlegan hundaleik og virðist fýla sig bara vel.

Þangað til næst……..

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s