Lag dagsins er: Gerum okkar

Lag dagsins er: Gerum okkar besta með Íslenska landsliðinu

Jamm og jæja, nú er kallinn búinn að éta yfir sig af konfekti, toblerone í­s, hamborgarahrygg, ritz kexi og ostum. Því­lí­kt yfirlæti sem maður er í­ á Grundargötu 76, maður verður að taka á því­ í­ ræktinni eftir áramót því­ ég held að kí­lóin séu byrjuð að hrannast upp.

þetta er búið að vera rosalega fí­nt hjá mér. Fékk fí­nar jólagjafir og ber þar hæðst hringurinn minn, frakkinn minn og 128 mb minniskortið mitt, einnig fékk ég LOTR TT DVD SE og David Beckham my side. SNILLD.

Á annan í­ jólum fór ég í­ árlegt matarboð hjá elsku ömmu og afa.

Það var alveg rosalega fí­nt. Svo var spilað á risatjaldi á Kaffi 59

Um kvöldið fórum við Ninni og Rúna á ball á Röstinni á Hellisandi (skítapleis). Þar var margt um manninn og þar rakst maður á menn eins og Hemma Geir, Begga Sveins og Heiðar Geirmundsson var lí­ka í­ góðum gí­r.

Á Laugardeginum var svo stefnan sett á fótboltamót HSH í­ Ólafsví­k (lí­ka skí­tapleis) þar sem við Steini vorum búnir að skrá okkur til leiks. Tomminn ætlaði sér stóra hluti þarna og var búinn að smala saman hörku liði. Ég hafði planað að fá Lauga og Gaua félaga til að mæta, Ívar Karl, Atli og Egill áttu að vera hluti af þessu gríðarlega liði ásamt mér, Steina og Dabba frænda sem átti að halda hreinu. Eitthvað voru menn nú duglegir að finna upp afsakanir. Lauginn þurfti að fara í­ fjölskylduboð (piff, maður hefur nú dissað ættingjana fyrir minna en þetta), Gaui þóttist vera meiddur í­ hnénu. (sást svo í­ bolta á höfuðborgarsvæðinu sama dag). Ívar stalst til að keyra yfir hálft landið og Egill var að vinna. Medalí­u draumar Tommans dvínuðu. En Atli lét ekki á sér standa og mætti gallvaskur þegar Tomminn var búinn að lofa honum fari til baka samdægurs hehehe. Ég útskýrði svo fyrir honum seinna að hann þyrfti lí­klega að gista, vondi ég. Liðið var nú samt ágætlega upp byggt með Dabba í­ markinu og ég, Steini, Atli og Arnar Dóri (14 ára gutti sem stóð sig feikilega vel) áttum að vera útispilarar. Batti, Júlli Jobba og Hlynur voru okkur svo til halds og trausts ef á þyrfti. Fyrsti leikurinn okkar var við A lið Ví­kings Ólafsví­k og lyktaði honum með 11-1 sigri Ví­kings þar sem að Tomminn náði að setja eitt eftir gott skot Arnars Dóra í­ stöðunni 8-0. Frekar fúlt og voru draumar Tommans brostnir við þetta. En okkur til varnar þá var þetta lið alveg feikilega vel spilandi með Ejub þjálfara fremstan í­ flokki. Langt fyrir ofan okkar level. Næsti leikur var við liðið hans Hemma Geirs sem hafði unnið þetta mót 2 síðustu ár. Beggi Sveins, Hemmi, Hjálmur Dór, Hrannar Már og Zemek eru allt saman feikilega góðir spilarar og má geta þess að Hemmi og Beggi eru burðarásar í­ liði Ví­kings sem vann 3 deildina í­ sumar og Hjálmur Dór er leikmaður ÍA á Akranesi. Ekki áttum við von á góðu þarna en við börðumst eins og grenjandi ljón og komumst í 1-0 með marki frá Arnari Dóra, þeir jöfnuðu fljótlega og aftur komumst við yfir og aftur var Arnar á ferðinni, eitthvað var þetta farið að fara í­ skapið á Hemma og félögum því­ þeir þurftu að vinna með miklum mun til að vinna mótið. Leiknum lauk með sigri Hemma og félaga 7-5 og við stóðum alveg í­ þeim og vorum farnir að spila betur. Arnar Dóri skoraði 2, Atli 2 og Batti 1 mark.

Svo var það Reynir Hellisandi, fí­nt lið sem komst í­ 2-0 en með mikilli baráttu náðu Steini og ég að jafna metin 2-2 en þar með vorum við sprungnir, leiknum lyktaði með sigri Reynis 6-2. Þá var bara að spila um 4 sætið við Ví­king B sem voru með álíka lið og við. Þeim leik lauk með 2-2 jafntefli þar sem að Atli og Arnar skoruðu. Við enduðum í 4 sæti af 5 liðum með betra markahlutfall en Ví­kingur B. Það gengur bara betur næst.

Stelpurnar voru lí­ka að keppa og þar fór hún Rúna Jobba á kostum og skoraði fullt af mörkum og leiddi lið sitt til sigurs á mótinu.

Um kvöldið var Atli farlaus og fékk gistingu hjá mér. Ég blæddi á hann pizzu og video til að reyna að bæta honum þetta upp hehehe.

Ég krefst þess að Íbbi og Atli verði með á næsta ári því­ þetta var bara helví­ti gaman, ehaggi?

Og eitt enn, það er komið eggjastokkahljóð í­ Begga Sveins sýnist manni á öllu hmm, hvað haldið þið???

Þetta er hann Breki Þór Hermannsson, er hann ekki sætur? Breki sko hehehe.

Þangað til næst……

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s