Lag dagsins er: So Far Away með Staind
GLEÐILEGT NÝTT ÁR
Tomminn óskar landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs og farsældar á komnu ári.
Gríðar stemming á áramótaballi í Grundarfirði í gær. Ég tók fullt af myndum sem eru nú þegar komnar inn á myndasíðuna.
Þar sem að ég var edrú eins og endra nær þá tók ég að mér að vinna á áramótaballinu og það var bara helvíti fínt. Skrítin upplifun að vera edrú á áramótunum en samt skemmti ég mér bara helvíti vel. Tabú var að spila á Kaffi 59 og stóðu fyrir sínu. Reyndar þurftu þeir að notast við gesta gítarleikara þar sem að gítarleikarinn þeirra var vant við látinn. Ekki var nú síðri snilli sem kom í hans stað, enginn annar en Gítartarfurinn úr Quarashi hann Smári Jóseps. Ballið fór mjög svo friðsamlega fram og engin voru lætin. Eftir ballið fórum við Þórhildur og Rúna heim til Rósu í samlokuveislu. Síðan fórum við ásamt Smára í teiti til Simma Idolstjörnu og var þetta bara helvíti fínt. Eins og fyrr sagði þá eru allar myndir komnar inn.
Veriði svo dugleg að commenta á bloggið mitt og taka þátt í könnununum og skrifið í gestabókina. Svo getiði commentað á myndirnar líka aight.
Þangað til næst…..