Fugl dagsins er: Hermikráka
Hann Logni vinur minn var með þessa skemmtilegu mynd inná heimasíðunni sinni þannig að ég varð bara að hnupla henni tíhíhíhí.
Kannast einhver við telpuna???
Hún er ansi lík einni ákveðinni söngkonu sem hefur gert garðinn frægann hérna á skerinu, ég nefni engin nöfn en fyrsti stafurinn í nafninu er Birgitta, úbbs.
Annars skellti ég mér í bankann í dag sem væri ekki frásögum færandi nema að þetta var blóðbankinn. Ég mæli eindregið með því að fólk leggi leið sína þangað á 3-4 mánaða fresti og styrki gott málefni því maður veit aldrei nema að maður þyrfti að nota sullið sjálfur sem þarna er meðhöndlað. Svo er manni boðið í kaffi og með því eftir blóðgjöf, mjög gott fyrir fátæka námsmenn að mæta þangað og taka hraustlega til matar síns. Svo er maður líka svo hress í nokkra daga á eftir, þarf minni svefn og soliz. Og svo þarf ekki að minna stelpurnar á að þið missið c.a. hálft kíló á tíu mínútum 😉 Bara gott mál.
Svo er bara verið að glápa á Bolton rúlla yfir Aston Villa. Þeir eru komnir í 3-0 eftir 17 mínútur, gott hjá þeim.
Inter var að styrkja sig í dag með því að fá Adriano til sín í dag, Snilld því hann er þvílíkt góður, rétt að verða 22 ára strákurinn.
Lúði Saha er líka svo gott sem kominn til Júnæted og ekki veitir þeim af eftir úrslit síðustu leikja, ég er ennþá órakaður en reikna með að geta tekið hýunginn á sunnudaginn því að þeir hljóta bara að vinna 3 deildar lið Northampton þó að á útivelli séu.
Þangað til næst……