Dráttur dagsins er: Man Utd

Dráttur dagsins er: Man Utd vs Fulham/West Ham í FA bikarnum

Það var nú ekki skemmtilegur morgun hjá mér í morgun, vaknaði eiturhress kl 07:00 og henti mér í sturtu og græjaði mig í skólann, þá fór ég að finna fyrir einhverju flökurleika. Er búinn að æla nokkrum sinnum í morgun og sleppti því að fara í skólann. Er bara heima að lesa dönsku 😦 ÖMURLEGT

Veit ekki hvort að ég kemst í bolta í kvöld, efast einhvernveginn um það eins og mér líður núna en ætla að halda því opnu eitthvað frameftir degi.

Helgin var róleg eins og alltaf, laugardagurinn fór bara í fótboltagláp þar sem að ég horfði á mína heittelskuðu Man Utd menn taka granna sína í Man Sjittí í karphúsið 4-2, Utd skoruðu 3 mörk einum færri því hinn fríði Gary Neville var rekinn út af fyrir að skalla ljóta púllarahommann hann Stíf Makkmannamann sem spilar nú með Sjittí. Árni Grautur átti góðan leik í markinu og er ekki sekur um þessi mörk. Um kvöldið var lítið gert. Ætlaði á Vegamót með Rúnu og fórum í röðina kl 01:52. Þegar kl var 02:28 nenntum við ekki að bíða lengur í röðinni því við höfðum ekki færst áfram um einn cm og fórum bara heim. Fúlt djamm það.
Sunnudagurinn var síðan bara ljúfur með tilheyrandi fótboltaglápi. Horfði á Asnenal vinna Chel$ki 2-1 þar sem að nýja hetjan á Highbury fór á kostum, ég er auðvitað að tala um Jose Antóníó Reyes sem skoraði bæði mörk Nallana.

Svo kom að leik Lifrapolls og Portsmáþ og horfði ég á hann með Lauga og Big Goj, Þeir kumpánar voru frekar fúlir því að Lifrapollnum gekk nú ekki sem skildi í þetta og gerðu bara 1-1 jafntefli og þurfa því að mæta Portsmáþ aftur.

Svo var dregið í dag fyrir næstu umferð og þar dróst Man Utd á móti Fulham/West Ham.

Svo fórum við félagarnir, ég, Laugi og Big Goj í keppni í FIFA 2004 í útsláttarkeppni. Þar sló viðvaningurinn hann Laugi Big Goj út úr keppninni í vítaspyrnukeppni, en leikurinn fór 1-1 eftir að Laugi hafði fengið vafasaman vítaspyrnudóm snemma í leiknum. Verið er að rannsaka hvort að óeðlilegar greiðslur hafi verið millifærðar til dómaratríósins.
Þar með var eftirleikurinn auðveldur fyrir mig þar sem að ég sló ðe tjítin Lauga út úr keppninni og stóð svo upp sem sigurvegari. TIL HAMINGJU ÉG.

Svo fórum við í bolta þar sem að mætingin var mjög góð. 12 manns létu sjá sig og til allrar lukku vann liðið mitt sem samanstóð af Mér, Lauga, Big Goj, Íbba, Agli og Rikka. Bara létt ehaggi.

Nenni ekki að röfla meira, þar að fara æla í baðkarið sökum hlandfýlu í klósettinu. Þori ekki fyrir mitt litla líf að stinga hausnum þar ofan í.

Þangað til næst…….

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s