Lag dagsins er: She’s So

Lag dagsins er: She’s So High með Kurt hobbita Nielsen

Mætti í skólann í dag, frekar slappur samt, en það reddaðist. Þegar ég var að keyra í skólann í morgun, rétt rúmlega átta, þá mæti ég bíl á planinu hjá Iðnskólanum sem varð svo kveikjan að þessum pistli. Hvað er húmor???

Bíll þessi var ankanlegur í útliti og ég hugsa að flestir sem sjá þennan ágæta bíl brosi nú út í annað þegar þeir bera hann augum. Er það húmor? Mín skoðun er já. Það er húmor að kaupa sér Trabant. Það er húmor að sprauta Trabant glans fjólubláan. Það er húmor að setja dökkar filmur ala FM hnakkar í Trabant. Það er húmor að setja ljóskastara (sem hvaða FM hnakki sem er myndi verða stoltur af á Impresunni sinni) á Trabant og það er húmor að setja frekar stóra stafi efst í framrúðuna sem stafa orðin “SLOW RIDER” á Trabant. Ég bölvaði sjálfum mér fyrir að vera ekki með myndavélina en ég stefni að því að ná gripnum á filmu í vikunni svo þið sjáið hvað ég er að tala um.

Húmor getur að sjálfsögðu birst í mörgum myndum og mun ég nú kafa aðeins dýpra í þetta fyrirbrigði.

Einn ákveðinn bloggari sem fékk link frá Batman um daginn vakti athygli mína. Húmoristi eða Hálfviti??? Oft er þunn lína þarna á milli en ég ætla hans vegna að álykta að hér sé um húmorista að ræða.

Annað svipað dæmi: Þessi bloggari vakti einnig athygli mína. Húmoristi eða Hálfviti??? Mér finnst þetta mjög fyndið og reikna því með að þetta sé húmoristi.

Er þetta húmor??? —>

Það er ykkar að ákveða. Annars held ég að húmor sé nú bara mjög persónubundinn. Oft hef ég nú verið miskilinn því að það er mjög margt sem mér finnst fyndið sem öðrum finnst kannski ekki svo fyndið. Svona er nú heimurinn skrýtinn og þið fyrirgefið mér þó að ég haldi aðeins í Hofstaðahúmorinn hehehe.

Þangað til næst…….

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s