Ofurhetja dagsins er: Kafteinn Ofurbrók
Heimska fólk sem kann ekki að keyra. Hrakfallabálkurinn ég var að keyra heim úr vinnunni í gær í gúddí fíling, var að keyra á aðreininni sem liggur inn á Nýbýlaveginn og kem þar að biðskildu, hægi á mér eins og löghlýðnum borgara sæmir og stoppa svo þar sem að ég sé að það er bíll að koma, c.a. 4 sek síðar….. BÚNK, er bara ekki keyrt aftan á mann. Ég í sakleysi mínu stíg út úr bílnum og mæti þá eldri manni c.a. 55+ ára og sá er frekar óðamála á því. Hann vissi nú alveg upp á sig sökina karlgreyið og baðst afsökunar á þessu öllu saman og var ég hinn rólegasti á meðan hann talaði á 250 km/h hraða og reyndi að útskýra þetta glappaskot sitt. Fyllt var út tjónaskýrsla og svo héldum við sitthvora leiðina. Ég þarf nú að fara að brasa í þessu, fara með bílinn í tjónaskoðun og svo á verkstæði. Hérna eru svo nokkrar myndir af beyglunni:
Þangað til næst…….