Þá er þessi 1 apríl búinn og ekki tókst nú neinum að láta kallinn hlaupa apríl í þetta skiptið nema þá helst hann Viktor Helgi litli frændi minn sem plataði mig alveg upp úr skónum í kvöld. Mikið var reynt að gabba kallinn og þá ber helst að nefna moggann, Dabbi ezka og fotbolti.net sem reyndu að gabba kallinn en engum tókst.
Mogginn byrjaði á að reyna að ná kallinum nývöknuðum með einhverri lásí sögu um að Brús Springstín ætti að spila á Nasa í kvöld, giv mí a breik marr, uuuussss hver heldur að trúi svona bulli, þá sérstaklega að Brús Springstín og Bó Halldórs séu einhverjir perlu vinir. Bó er kanski frægur (á íslandi) en svo frægur er hann ekki.
Næst var komið að Dabbanum sem hringdi í mig í hádeginu til að reyna að fá mig með sér á Pítuna í eitthvað ofurtilboð. Hrmpf, auðtrúa ég var náttlega ekkert að spá í það og sagðist því miður ekki komast því ég þurfti að fara í dönsku. Hefði nú líklegast farið ef öðruvísi hefði staðið á, en sem betur fer fyrir mig náði helvískurinn ekki að gabba mig þarna. Minnir mig nú reyndar á aðra sögu sem gerðist út á sjó og inniheldur Dabba og 3 egg. Segi ykkur kannski frá því seinna hehehe mjög fyndið sko.
Svo er það fotbolti.net með einhverja ömurlega frétt um að Lí Sjarp væri búinn að semja við KR. Guð minn góður, eigiði annan betri? Lí Sjarp er nú svo lélegur að hann væri ekki einu sinni gjaldgengur í utandeildarliðið sem ég spila með hvað þá KR stórveldið hmmmm, eða hvað haldið þið?
Best að fara að hvíla sig fyrir stærðfræði prófið í fyrramálið….
Þangað til næst…….
þetta er ljót síða ég var svo hrifinn af einfaldleika hinnar og svo engar myndir og hvar er slúðrið?????????????
…..Svo er þetta nýja komment drasl ömurlegt. Biðja mig um tölvupóstfangið mitt mér líður eins og ég hafi verið svívirtur!
Rólegur Bjössi minn. Slúðrið kemur á eftir og það verða sko myndir kallinn minn, enginn er óhultur fyrir vökulum frétta augum Tommans hehehehe