Ljúfa líf

Uuuuussss hvað Soffi er nú mikill höbbðingi heim að sækja. Í gær kíkti ég á kallinn í kaffi og þá var manni boðið upp á dýrindis kjúkling sem var afgangur af kvöldmatnum hans, Signýar og Rutlu. Svo bauð kallinn mér í mat í kvöld og uuuuuuussss marr. Þvílíkt gott Fondu var á boðstólnum, ég át alveg yfir mig. Svo var kaffi og súkkulaði í desert og svo er þessi ezka að koma með kók fyrir mig núna. Þvílíkt yfirlæti sem maður er í hérna.

Annars svaf maður fram að hádegi í dag. Vaknaði fínn og fór að hjálpa múttu gömlu að bera út. Fór svo á 59 og fékk mér kók, hitti Soffa og Steina sem eru hluti af hinni gríðargóðu hljómsveit Kvaðratrót. Við ákváðum þá að halda fyrstu opinberu hljómsveitaræfinguna sem var opin almenningi. Ekki létu nú margir sjá sig en við viljum benda á að fyrirvarinn var stuttur. Æfingin gekk bærilega og framhaldið lofar góðu. Svo var farið heim til Soffa og Rutlu, matur og Champlíg þar sem að hrokagikkirnir í Arse nal duttu út. Eru núna búnir að tapa 2 leikjum í röð og þvílíkum leikjum. 2 titlar farnir í klósettið og vil ég hér með spá því sem maður þorði ekki einu sinni að láta sig dreyma um fyrir nokkrum vikum, að Arse nal endi tímabilið titlalausir. Þeir virðast vera að gefa eftir á versta tíma eins og í fyrra hehehehe. Gott á þá. Svo duttu líka Real Madrid út fyrir baráttuglöðum Monaco mönnum sem áttu sigurinn skilið.

Jæja, nenni ekki að röfla meira í kvöld. Leiterz

Þangað til næst………

One thought on “Ljúfa líf

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s