24

Ef að 24 er ekki besti þáttur í heimi þá heiti ég Tómas…. DOH, ég meina Jósafat. Þvílíkir gríðarþættir að annað eins hefur ekki sést síðan Dallas var og hét. Jack Bauer er einn sá svalasti í bransanum en ég og Big Goj höfum setið stjarfir yfir þessum þáttum í 2 daga. Erum búnir að horfa á 14 fyrstu þættina í einum rikk og erum gríðarlega spenntir yfir að halda áfram, vonandi á morgun. Spennan í hámarki núna.

Annars eru bara rólegheit á kallinum, skólinn að verða búinn og Tomminn með brækurnar niðrumsig í nokkrum fögum. Verð að hafa hraðar hendur til að redda þessu helvíti.

Minni fólk á að kjósa í könnununniinninininini hér fyrir neðan til hægri. Þeir sem eiga það eftir það er að segja því að á næstu dögum mun koma ný könnun um persónulegt málefni sem ég er að velta fyrir mér þessa dagana og þarf ykkar aðstoð við að ákveða mig. En meira um það seinna. Kemur líklega á föstudaginn með slúðrinu.

En ég ætla að hendast í bælið og láta mig dreyma um að ég sé Djakk Báer í leynilegum önderköver opireisjón í Mexíkó. Góða nótt. Yfir og út.

Þangað til næst……..

One thought on “24

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s