Nýtt lúkk á kallinn

Háar fjárhæðir strauaðar af kortinu í dag þar sem að kallinn þurfti að kaupa sér ný gleraugu. Fékk 2 fyrir 1 tilboð hjá Sjón á laugarveginum og tók ein venjuleg gleraugu og 1 sólgleraugu. Þjónustan þarna hjá Sjón alveg til fyrirmyndar. Kallinn hress á því og svo voru bara skutlur að vinna þarna sem snerust í kringum mann og leiðbeindu manni við val á umgjörð og svoleiðis. Mæli með að allir sem þurfa svona augnþjónustu skelli sér í Sjón á Laugarveginum.
Fór svo í linsumátun við hliðina á Sjón og fjárfesti í 2 pörum af litalinsum þannig að maður ætti að ver set fyrir sumarið. Hellings munur að sjá allt í einu miklu betur enda hafði sjóninni hrakað um 0.5 😦

Fínasti skóladagur í dag, vaknaði kl 07:03 og hentist í sturtu, fór svo um 10 mín í 8 og mætti á réttum tíma í Félagsfræði til Guðlaugs. Skilaði ritgerðinni minni sem bæ ðe vei tók min um 58 mín að klára (vonandi yfir 6 í einkunn). Fór svo í kaffi, gleymdi að borða, þannig að eina sem maður lét ofan í sig var ein drykkjarjógúrt og 7+ kaffibollar í dag. Fór svo í eyðu og ætlaði að vera voða duglegur að læra undir Eðlisfræði próf en ákvað bara að beila á því og drekka frekar kaffi með henni Ástu brettarudda. Fór svo í próf og stóð mig ekkert voðalega vel, enda skiptir það ekki öllu þar sem að ég var kominn með nokkuð góða vetrareinkunn hvort eð er hehehe. Svo var það hádegismatur og enn gleymdi maður að borða, hékk í matsalnum, drakk kaffi og skiptist á kúkasögum við félagana (kannski ekkert skrítið að maður hafi ekki haft neina list). Svo var það bara fokking danska. Svo eftir skóla var það þetta blessaða gleraugna stúss og svo loks fattaði maður að maður hafði steingleymt að borða og kl orðinn sex. Jæja, er nú sem betur fer búinn að næra mig núna annars væri maður nú örugglega steindauður.

Hvað kallar maður úrsmið, sem tekur úrið af hendinni á manni, gerir við það á 2 mín og lætur það svo aftur á hendina á manni og neitar að þiggja krónu fyrir??? Jú mikið rétt, maður kallar hann Gilbert úrsmið sem er einmitt staðsettur við hliðina á Sjón, Þvílíkur endemis dásemdar karl. Það var nú samt ekkert mikið að úrinu en það er sama. Góð þjónusta og fær hann hæðstu meðmæli.

Nú er maður farinn að skakklappast hækjulaus og gengur það svona bærilega, þetta er allt að lagast og maður bíður í ofvæni eftir að geta farið aftur að spila fótbolta og slasa sig meira, enda með því skemmtilegra sem maður gerir.

Þangað til næst…….

One thought on “Nýtt lúkk á kallinn

  1. Hvernig væri að farað drekka eitthvað annað en kaffi, þú hættir að stækka á þessu helvíti 🙂

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s