To drink or not to drink, that is the question

Skv skoðanakönnun Skrallúbb þá virðast flestir vera á þeirri skoðun að ég ætti bara að halda áfram að vera edrú.
Ég var löngu búinn að ákveða að fara eftir þessari könnun í einu og öllu og því mun ég halda áfram að líta framhjá áfengum drykkjum og drekka þeim mun meira af kaffi, kók og öðrum álíka óþverra.

5 manns sögðu að ég væri hundleiðinlegur með víni. Kann ég þeim bestu þakkir fyrir hreinskilnina og megi þeir eiga gott líf.

12 sögðu að eina vitið væri að halda áfram að vera edrú. Já þið segið nokkuð. Það er líklegast bara rétt.

3 sögðu já, að edrú Tommi væri ekkert skemmtilegur. Þarna vil ég nú vera ósammála, mér finnst ég rosalega skemmtilegur hvort sem ég er edrú eður ei.

4 sögðust sakna mín af djamminu. Dabbi Hlíðkvist var einn af þeim og kann ég honum bestu þakkir fyrir það en hann verður bara að halda áfram að sakna mín af djamminu. Og ef það er einhver huggun Dabbi minn og þið hinir 3 sem ég veit ekki hverjir eru þá sakna fulli Tommi ykkar örugglega líka.

1 sagði að það skipti engu máli því að ég væri hvort eð er alltaf sofnaður fyrir miðnætti. Frk Sleggja, ég veit að það varst þú sem hakaðir í þennan reit og kann ég þér engar þakkir fyrir það, hnuuuussss.

4 sögðu að þeim væri alveg sama og að ég ætti að ráða þessu sjálfur. Það er það sem ég ætla að gera og takk fyrir að sýna mér það traust að vera minn eiginn herra.

3 sögðust aldrei hafa djammað með mér og þá skipti þetta engu máli. Eina sem ég get sagt við þessa 3 einstaklinga er: Óheppin þið hehehe.

0 sögðust ekki vita hvað áfengi er. Það kemur ekkert á óvart hér, en ég setti þennan reit í þeirri von um að litlu systkini mín mundu kjósa þetta en mér varð ekki að ósk minni þar.

Þið 32 sem greidduð atkvæði takk fyrir það og niðurstaðan er komin, Tomminn mun halda sínu edrú líferni áfram þangað til annað kemur í ljós.

Þangað til næst……

4 thoughts on “To drink or not to drink, that is the question

  1. Til hamingju með það elskan mín… ég er stollt af þér and I know U can do it 😉

  2. Ég held nú að þú getir alveg skemmt þér og þínum edrú, en þú varst nú líka helv… skemmtilegur fullur. Er ekki Ninni bara tekinn við af þér?

  3. jújújú vinur minn… mikið rétt, kom sterkur inn og stefni að því að verða róni.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s