Jæja gott fólk, gríðarlega góð þátttaka var í könnuninni og greinilegt að fólk var vel meðvitað um það hver það er.
48 manns greiddu atkvæði og aðeins 3 skiluðu auðu.
En úrslitin voru eftirfarandi.
7 manns sögðust elska mig og vissu alveg hver ég er. Það er nú mjög gott að heyra að maður sé elskaður svona en þessi valmöguleiki var að sjálfsögðu settur upp fyrir mína nánustu vini og ættmenni.
1 sagðist vera góður vinur minn. Maður er nú hálf fúll yfir að eiga ekki fleiri góða vini en svona er þetta bara.
11 manns sögðust vera kunningjar mínir og er það nú bara fínt að eiga svona marga kunningja.
6 manns sögðust ekki þekkja mig neitt en vita hver ég er. Gott hjá ykkur fólk, ef þið viljið kynnast mér meira þá er bara að hafa samband.
2 höfðu bara vafrað hérna inn. Endilega haldið því bara áfram.
0 manns hélt að þetta væri heimasíða Tommahamborgara og er það nú bara ágætt. Annars hefðuð þið þurft að fara í heilaskönnun.
10 manns sögðust vera í “Æ lov Tommi” aðdáendaklúbbnum. Ég verð nú að kynna mér starfsemi þessa klúbbs hið fyrsta.
2 vissu ekkert hverjir þeir voru né hvað þeir voru að gera hér. Ég hef nú bara eitt að segja við ykkur en það er að þið þurfið að fara að athuga með ykkar líf.
0 sögðu að þetta væri skemmtileg síða en vissu engin deili á mér. Piff lítið um það að segja.
9 manns kusu jakkann. Laugi, Bjössi Kolla og fleiri (líklegast flestir Hólmarar) hafa verið duglegir að kjósa þetta. Idiots.
Þetta var alveg glimrandi fínt og svo er það bara nýja könnunin.
Þangað til næst…….
hahaha þú veist ekkert hvað ég kaus núna er það?