Sjúkur

Þannig fór það, Tomminn er orðinn mótorhjólasjúkur og dauðlaaaaangar í mótorhjól. Er búinn að vera að leita að hjóli eins og bandbrjálaður bavíani en ekkert að hafa nema maður eigi milljón kall, og Tomminn býr því miður ekki svo vel að vera svo fjáður. Held bara áfram að leita og leita og leita og leita. Hef ekki efni á svona miklum fjárútlátum eins og karl faðir minn er að reyna að berja inn í hausinn á mér þessa dagana. En eins og sönnum vitleysingi sæmir þá er maður ekkert allt of spenntur í að hlusta á heldri manna ráð um að maður hafi ekki efni á þessu. Vissulega hefur elsku besti pabbi minn eitthvað til síns máls en eins og sönnum íslendingi sæmir þá lifir maður bara eftir slagorði flestra íslendinga… Þetta reddast.

Þangað til næst…….

5 thoughts on “Sjúkur

  1. Gleymdu þessari vitleysu! Hvað kæmist þú (við) oft á Old Trafford fyrir þessa summu? Ertu svo búinn að gleyma ævintýrinu á gamla hjólinu þegar þú hrundir á hliðina á 3ja km hraða og fékkst 4 rispur á hjólið og viðgerðin kostaði þig hálfsárslaun!

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s