Sjæse hvað það er lítið af mótorhjólum á markaðnum í dag, ég hef nú bara aldrei vitað annað eins. Það er af sem áður var að maður labbaði bara inn í Gullsport og benti á hjól og sagðist vilja þetta hjól ó nei ó nei, nú þarf maður að surfa netið endalaust og ef maður sér eitthvað á viðráðanlegu verði þá er það annaðhvort selt eða fjórir til fimm gæar að bjóða í það. Uppsprengd verð og alles, helvítis hallæri. En nóg um það hnuuuuusssss.
Slúður á morgun ef tími vinnst til. Er að fara vestur á morgun þar sem að hin margfræga sjómannadagshelgi er að renna í garð, tek myndavélina með og reikna með að smella af nokkrum stútum við sína iðju.
Þangað til næst…….
Vertu velkominn vestur!