Hmmm, kominn aftur í borg óttans, leiðinlegt en samt ekki. Fór í fótbolta með Rúnu kl 23:00 þegar við komum og vorum að leika okkur á malbiksvelli sem er fyrir ofan húsið mitt. Enduðum á vítaspyrnukeppni þar sem að síðasta spyrnan sem Rúna tók fór 6 metra yfir markið ala Becks og endaði uppá þaki hjá fólkinu við hliðiná. Líklega ekki það vinsælasta að hrökkva upp af værum svefni við þungan dink þegar komið er fram yfir miðnætti hmmm. Snillingur hún Rúna.
Svo heyrði ég ótal sögur af öðrum snilling frá Vopnafirði sem lætur mann veltast um af hlátri. Spurning um að láta eitthvað af þeim flakka hérna á blogginu. Veit ekki alveg hvort ég kann við það en það verður allavena ekki alveg strax hmm.
Svo var ég að lesa bloggið hennar Völlu sem er linkað á hérna til hliðar þegar allt í einu að litla hjartað mitt tekur kipp. Þá lýsir Valla því bara yfir að Grundó sé barasta fallegasti staðurinn á Íslandi sem hún hefur komið til, sniff, takk Valla. Maður hálf klökknaði bara af því að lesa þetta.
Þangað til næst……