Ísland vors fagra land

Þessi pistill er í boði Farfuglaheimilis bænda á Svalbarðsströnd…

Ísland, hvað er Ísland? Jú, Ísland er landið sem við búum í. Landið sem að maður var alinn upp við að væri fallegasta land í heimi, með alla þessa fossa og jökla sem ættu sér engann sinn líka í heiminum. Jú jú, vissulega er Ísland fallegt land og allt það og kannski ekkert skrítið að ferðamenn flykkist hingað til að hjóla á 18 gíra Trek hjólunum sínum í roki og rigningu, hvað er betra en það hmmm. Maður getur ekki annað en vorkennt þessum vesalingum þegar maður keyrir framhjá þeim silast á 3 km/h í vegarkantinum með beljandi rigninguna í andlitinu á meðan maður eykur hraðann á rúðuþurrkunum og hækkar í miðstöðinni. Hálfvitar, þá held ég að maður kjósi nú frekar að liggja flatur á sólarströnd einhverstaðar á Spáni.

Svo eru það allar þessar náttúruperlur Íslands. Sjálfur hefur maður nú ekki séð helminginn af þessu nema á póstkorti. Gullfoss og Geysir, staður sem að allir útlendingar koma við á á leið sinni um landið, sjálfur hef ég aldrei komið þangað. Ég hef heldur ekki komið að Dettifossi eða Hvítserk og hvað þetta heitir nú allt saman. Ég hef reyndar komið í Bláa lónið og synt um í flösu og dauðum húð og sáðfrumum af sveittum allraþjóðakvikindum sem leggja leið sína þangað.
Eitt sinn fór ég hringveginn með félaga mínum, við vorum á mótorhjólum og þetta var allt saman rosalega gaman. Keyrðum þar sem leið okkar lá frá Grundarfirði til Reykjavíkur. Ekki mikið merkilegt á þeirri leið enda vorum við búnir að keyra þetta milljón sinnum. Svo næsta dag var það Reykjavík – Höfn í Hornafirði. Stoppuðum hjá Skógarfossi bara svona til að sýna lit og svo hjá frænku minni á Vatnsskarðshólum við Dyrhólaey. Svo var keyrt austur á bóginn og stoppað á Seyðisfirði hjá Sylvíu systir, man ekki eftir að hafa séð neitt merkilegt þar nema blauta malarvegi sem kallaðis þjóðvegur 1. Svo var það Seyðisfjörður – Akureyri, man eftir skilti sem á stóð Ásbyrgi og Dettifoss. Gaf því nú lítinn gaum á 100+ hraða eftir veginum. Svo var það Akureyri – Grundarfjörður og ekki stoppaði maður mikið á þeirri leið nema til að taka bensín og hvíla inngjafarhendina.
Þegar öllu var á botninn hvolft að þá var það eina sem ég á til minningar um þessa ferð voru 2 bankakvittanir um úttekt upp á 5000 kr. Ein í Landsbankanum á Vík og svo ein í Landsbankanum á Egilsstöðum. Þakka Guði fyrir öll þessi póstkort sem sýna manni nú hvernig þessar náttúruperlur okkar Íslendinga líta út.

Eníveis, þá þarf maður kannski að taka sig á og skoða Ísland aðeins betur, kannski að maður renni að Gullfoss og Geysi fljótlega og jafnvel bara á Þingvelli líka svei mér þá…

Þangað til næst……

6 thoughts on “Ísland vors fagra land

  1. Hvað er í gangi, er Tommi að verða meir… eða er þetta kannski ellin sem talar 😉

  2. Þetta er svaðalegur pistill Tommi… ég felldi næstum því tár yfir honum! Annars er þetta satt hjá þér, ég held t.d. að meira en 80% af þeim sem búa á Snæfellsnesi hafa aldrei farið uppá Jökul. Bláa lónið, hvað er það?!? Maður getur fundið þetta allt saman á netinu, séð það og komið þangað – í huganum. Sammála þér í því að ég væri líka til í að flatmaga í sólinni en ekki hjóla í rigningunni. Við höfum hana allan veturinn líka!

  3. Maður segir Í VÍK ekki á Vík urrrr he he
    Skelltu þér í Þórsmörk maður! Það er sko staðurinn! Jáhh eða Þakgil rétt f austan Vík. Annars bara taka Vestur Skaftafellssýsluna eins og hún leggur sig. Ekkert merkilegra til en það

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s