Helgin

Hér kemur Helgin í grófum dráttum…

Föstudagurinn:

Fékk að fara fyrr úr vinnunni því Viggi var orðinn svo stressaður í Grundarfirði út af slæmri veðurspá. Hittumst í Borgarnesi þar sem Viggi var búinn að bíða eftir undirrituðum í 1 klst. Pínu hvasst á leiðinni en samt allt í góðu. Þaðan lá leið okkar í Bauluna til Kibba og Sigrúnar þar sem við létum elda fyrir okku kótilettur, bestu letturnar í sveitinni og þótt víðar væri leitað. Stoppuðum þar í dágóða stund og fórum svo í Staðarskála, Blönduós, Varmahlíð og svo loksins Akureyri.
Þegar þangað var komið var farið á Greifann og fengið sér að éta með Magga og Þuru sem í þann mund fékk viðurnefnið Tuddi, veit ekki af hverju.
Um kvöldið var kíkt aðeins á tjaldsvæðið og svo smá í bæinn.

Laugardagurinn:

Þegar við vöknuðum á laugardeginum var haldið á Bautann þar sem við fengum okkur í gogginn. Svo fórum við í sund með Soffa og Signý og svo fórum við Viggalingurinn á rúntinn. Fórum upp í Kjarnaskóg og spiluðum fótbolta í mótorhjólagöllunum í 20 stiga hita, frekar heitt sko. Svo rúntuðum við aðeins og svo var farið heim til Tuddans og hinir fengu sér í glas. Svo fóru hinir í Sjallann á Skítmó og Í Svörtum Sokkum en gáfumaðurinn ég seldi minn miða og fór bara á rúntinn með Soffa mínum. Enda pikkuðum við Vigga upp af götunni nær dauða en lífi þar sem hann hafði svitnað hverjum einasta dropa úr líkamanum inní Sjallanum. Skutluðum kallgreyinu bara heim og fórum svo fljótlega í háttinn sjálfir.

Sunnudagurinn:

Vöknuðum og fórum á Greifann, again, og fengum okkur að éta. Svo var ákveðið að skella sér til Húsavíkur í heimsókn til ömmu og afa þeirra Rúnu og Magga. Ég og Viggi fórum að sjálfsögðu á hjólunum austur eftir og vorum frekar snöggir á því. Lentum í grillveislu a la Bárður Rabba og átum yfir okkur. Fórum svo aftur á Akureyri og vorum sneggri. Tomminn fékk viðurnefnið Hell Boy og Quasimodo (spyrjið Vigga). Svo fórum við á djammið á Kaffi Akureyri í góðum gír og svo fórum við Viggi bara snemma í háttinn (ekki saman sko).
Hitti fullt af skemmtilegu fólki og þetta var í heildina bara fínasta helgi. Firsta edrú verslunarmannahelgin mín og þótt ótrúlegt megi virðast að þá er maður bráðum búinn að vera edrú í heilt ár. 19 ágúst semsagt.

Fínasta helgi.

Þangað til næst……

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s